Ég stend einn í þessu gróðaþyrsta kapphlaupi
Einstaklingar hér vilja ekki ráfa um sjónasviðið alslausir
Í stanslausri ringulreið þeir hlaupa um til að afla fjárs
Lifa fyrir hærri upphæðir í kaupinu en samt hafna ást
Með fulla vasa af seðlum, en eiga ekki fæðu handa hinum
Of full af stolti útaf nafninu á sinni færibandavinnu
Mér er Sama þótt þú sleptir hamri og lagðir lestur við lögfræði
Því á starfsleiðinni, óx stolt undan valdi og sleptuð þið örlæti
Þetta er allt sömu störfin, sama skrefið fjær frá gjaldþroti
Bara fín nöfn til að fela ykkur á bakvið til að bæta mannorðið
Tilfinningalausar skeppnur vinnandi rafknúin störf
Vinnan fram fyrir heimilið, þó þið hafið jarðsungið börn
Faðma seðlabúntin hylla áþreyfanlega hamingju
Syngja þjóðsöng línurita, stefna ofar með sína fjárhagslegu laglínu
Nótu eftir nótu, krónu eftir krónu
Klífa tónstigan, fylla hann af innan tómum tónum
Engar tilfinningar í spilamennskunni tónar ætíð kjurrstæðir
Leggja samt á sig að spila af hamingju fyrir hærri upphæðir
Fer í háu nótunar fyllir þær út með slagverki
Stjórnandinn fer með lagið fyrir nefnd sem metur hans starfsferil
Búinn að leggja líf sitt í verkið, lifað fyrir fjárhaginn
Lítur nú á útkomuna á endanum athugar hvað hann þá græðir
Loks sér maður tilfinningar, tár renna yfir fílusvipinn
Á meðan þú horfir á línuna hrakfalla niður línuritið

Þú skalt Mynda þér ímynd bakvið Veraldarleg gæði
Gefa skít í heilu hópana Ef þeir eru ekki vel stæðir
Líta á náungan sem keppanda um hver græðir
Og fylgjast vel með, því ef þú lítur undan mun hann hreppa undan þér fæti
Leggja undir þig lönd, hertaka þér svæði
Eignast afkvæmi græðginar, borga demantar meðlagið?
Þetta er ekki eilíf hamingja, er bara fégræðgi
Því þú ert ekki meiri maður þó tekjunar séu hærri

Ég stend einn í þessu röksemisblynda þjóðfélagi
Get ekki breitt neinu, sæi jörðinna fyllast þótt ég færi
Á brott … En ég er ekki móti fólksfjölgun en er ekki í valdastöðu
Til að breyta því að við verðum brátt flatar líflínur á flatri jörðu
Göngum um dauð, erum að upplyfa seinustu andartökin
Þetta eru dauðakyppir okkar en sameiginleg verður seinasta jarðaförin
Við siglum í rauðan dauðan En eg neita að róa bátnum
Og fórna mér í blyndni fyrir nokkrar blaðsíður og bókarkápu
Þið setjið traust ykkar á bók, fórnið ykkar eigin frelsi
Útaf sögum eilíft líf takið þið upp eilíft helsi
Standið einir eftir, lifið í ánuð útaf sögum þið eruð djúpt sokkinn
Kaldar nætur farnar einmanna framhjá með biblíuna tilbúna við rúmstokkinn
Treystiði ekki raunvísindum, bölviði öll sönnunargögn
Þráið að heyra drottins önugu rödd, segja að næsta dögun er björt
Hann fellur í djúpan svefn, bíður eftir að vakna við bjartan himnastiga
Búin að eyða lífi sínu í þetta, Finnst hann búinn að anda og vinna við það
bíður eftir opna himnahliðinu, tilbúin fyrir hreinsunar eldin
En ekkert gerist, hann finnur ekki öryggið og sér englana hvergi
Þetta er ekkert eins og hann hafði vonað þegar sjóndeildin var björt
Hann var búinn að bíða allan þennan tíma fyrir ekkert nema tómleika og þögn …

Þú skalt grípa í biblíu og Lesa hana vel væni
Lesa hvert blað þar til allir textanir eru vel lærðir
Lesa hana frá A til Ö, Þekkja skalt hvert kvæði
Standa eftir með bók ef allt á hverfandakvel færi
Þér var gefin leið og þú skalt feta hana rétt kæri
Djöfullin er hið illa, ef eitthvað er slæmt Er það hans verkfæri
Svipta frelsi fyrir blindar vonir ekki gera það sem (þig) kærir
Lifa í þrælkun ekki lifa því Ekki geturðu gert bæði