ég vil ekki fleiri bjartar nætur, ekki fleiri dimma daga /
ekki meira svefnleysi en hér ég ligg andvaka /
engar fleiri marthraðir né ljúfa drauma /
hvorki spegilslétta ánna, né harða strauma /
nóg komið af dauða og sorg, komið nóg af barsmíðum /
hef fengið nóg af lygavefjum, blekkingum of tálsýnum /
tíminn kominn til að standa fyrir mínum hugsjónum /
og grípa vopn á lofti meðan slít ég ennþá barnsskónum /
, mælirinn er fullur fyrir löngu síðan /
´vill ekki lengur bíða eftir löngu liðnum tíma /
sem misnotaði mína þolinmæði /
núna enginn getur stöðvað flæðið, ég bræddi úr mér og nú mér blæðir /
Engin fleiri tímamörk sem geta fellt mig /
meðan ég bíð eftir mínu tækifæri, engin fleiri ósanngjörn lið /
, nú ég segi stopp! , ég hef fengið nóg af lygasögum /
og vil engar fleiri afsakanir það sem eftir lifir af mínum ævidögum


Komið nóg, af því sem ég hef heyrt og séð
ég hef fengið nóg, og ég vil ekki lengur vera með
í ykkar lygum, ykkar loforðum, sem ég vill ei lengur heyra
ég veit loksins hvað ég vil , og ég vil ekki meira<br><br>.Hugleikur.