minn líkami að innan tómur, milli veggja ómar bergmál/
hef gefist upp á tilraunum að lífga við mína sál/
mín tilvera var örugg en nú rifin upp með rótum/
sparkað undan mér ef ég reyni að standa á eigin fótum/
þessi tilvera mér finnst ekki annað en sóun á tíma /
brotin falla í sundur þó ég reyni þau að líma /
þessi gríma sem ég bar mitt andlit felur ekki lengur /
mín líflína í sundur skorin er nú slitinn strengur /
þessi vandamál þau safnast upp ég þoli ekki meira /
þau herja á mig og vekja mínar varnir eins og veira /
allur sársaukinn mun hverfa og ég verð farinn fyrr en varir /
ef ég fæ að byrja aftur skal ég þola þessar kvalir /
sál mín barin alltof oft og hefur þolað misþyrmingar /
þær renna saman þessar sársaukatilfinningar /
þær ná mér alltaf sama hversu hratt ég reyni að hlaupa /
ég hef sál til sölu, talaðu við mig ef þú vilt kaupa /

ég vil byrja aftur, og því set ég mína sál til sölu,
ég vil byrja aftur, leystu mig frá mínum sálarkvölum
ef ég byrja aftur fæ ég aðra sál í nýjum líkama
fæ ég aðra tilraun þá lofa ég að betur ég skal nýta hana

Hugleikur.__________________________________________________________

Brot úr öðru lagi sem við erum búnir með
Vill einhver heyra demo af þessu ?