Á mbl.is er þessu grein og ég ætla ekkert að breyta henni uppá misskilning að gera og ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er copy-paste.

Jam Master Jay, sem var liðsmaður brautryðjenda rapptríósins Run DMC, var skotinn til bana í upptökuveri í New York í gærkvöldi. Talsmaður Run DMC staðfestir dauðsfall rapparans, sem var 37 ára og hét réttu nafni Jason Mizell. Hann var skotinn einu skoti í höfuðið og lést samstundis. Árásarmaðurinn gengur enn laus en hann skaut og særði annan mann í upptökuverinu.
Tríóinu Run DMC er almennt þakkað það að hafa fært hip-hop tónlist nær fjöldanum. Eitt af vinsælustu lögum sveitarinnar var lagið „Walk This Way,“ sem gert var í samvinnu við hljómsveitina Aerosmith.

„Við vissum alltaf að rappið höfðaði til allra,” sagði Mizell í viðtali við MTV-sjónvarpsstöðina í fyrra. „Hver sem er getur rappað við alls konar tónlist."