Nú er listahátíð ungs fólks, Unglist, að fara í startgírinn en hún stendur yfir dagana 18.-26.okt og er haldin af Hinu Húsinu.

Næsta föstudag (18.okt) verður Unglist opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Að formlegri opnun lokinni tekur við fyrsta formlega Skífuskanksýningin á Íslandi í boði TFA.
Þeir plötusnúðar sem munu sýna syrpur eru; dj Intro, dj Fingaprint, dj Big Gee, dj Nino, dj MAT, dj Paranoya og dj Magic.
…og ekki nóg með það heldur verða tvö sett af græjum þannig að tveir plötsnúðar geta verið að í einu. Bræðurnir dj Big Gee og dj Nino (sem lentu í 2. og 3.sæti í Skífuskank#3) munu t.d. taka sýningarsett saman.

Ekki missa af einstökum viðburði þar sem landslið skífuskankara mætir með hæfileikana að vopni. Viðburðurinn verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á föstudaginn kl.20-23 og er ókeypis aðgangur og ekkert aldurstakmark.
Allar nánari upplýsingar um Hiphop á Unglist fást á heimasíðu TFA, www.tfa.is.

Kveðja,

TFA