Eftir að Nas tilkynnti að hann hefði undirritað samning við Murder Inc. sögðu flestir(samkv. skoðanakönnunum) að hann hefði ekki átt að gera það. Um daginn heyrði ég hans fyrsta Murder Inc.lag. Það var remix af laginu “The Pledge” af nýja Irv Gotti disknum og er flutt af honum ásamt Ja Rule og Ashanti. Þetta hljómaði bara óvenju vel, þannig að ég er a.m.k. sáttur fyrst hann hefur ekki tekið upp á því að syngja eins og Ja. Þess má einnig geta að Ja Rule er að gera plötu með sveitinni sem hann byrjaði í(Cash Money Click),þannig að kannski ætlar hann að breytast aftur í rappara og hætta sönglinu.
“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”