Skífuskank #3 Viðburðurinn:
Laugardaginn 27.júlí mun áhugafélagið TFA (Tími Fyrir Aðgerðir) standa fyrir plötusnúðakeppninni Skífuskank #3. Þetta mun verða fimmta plötusnúðakeppnin sem TFA stendur fyrir og sú allra veglegasta. Keppnin verður tvískipt, ‘syrpu-riðill’ og ‘skank-riðill’. Keppendur sem lenda í efstu þremur sætum syrpu-riðils munu svo taka þátt í Skandinavíuriðli Vestax Extravaganza og keppa um þátttöku í heimsmeistarakeppni Vestax Extravaganza.

Vestax Extravaganza:
Er sú keppni, sem haldin er af hljómtækjaframleiðandanum Vestax og er sú viðamesta í heimi í dag og taka skífuskankarar um allan heim þátt í henni. Þetta er í annað sinn sem Skandinavíuriðill er haldinn og í fyrsta sinn sem íslensk plötusnúðakeppni er hluti af alþjóðlegri keppni.

Dómarar og skemmtiatriði:
DJ Stig og DJ Unique munu koma frá Danmörku til að dæma keppnina og DJ Saber, sem vann Skandinavíuriðilinn í fyrra, mun taka smá syrpu fyrir viðstadda. Breik-hópurinn The 5th Element mun svo taka nokkur spor ásamt ‘Sushi’ frá Noregi og ‘360’ frá USA. auk annarra atriða á milli keppnisgreina.

Eftirpartý:
Eftirpartý eftir keppnina verður á Gauk á Stöng fyrir 20 ára og eldri þar sem DJ Stig og DJ Unique (dómarar keppninnar) munu spila ásamt keppendum Skífuskank #3. Byrjar strax að keppni lokinni.

Staðsetning o.fl:
Keppnin verður haldin í Tjarnarbíói og hún byrjar klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 1000 kr og ekkert aldurstakmark.
Eftir keppnina verður Hiphop partý á Gauk á Stöng (20 ára aldurstakmark), þar sem DJ Unique og DJ Stig (dómarar keppninnar) munu spila ásamt keppendum Skífuskank #3.

Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu TFA eða með því að senda póst á tfa@tfa.is.

Skyld vefföng:
http://www.tfa.is
http://www.vestax.com
http://move.to/thefifthelement