Quarashi hefur verið að gera það gott upp á síðkastið og fer þetta bara batnandi hjá strákunum “okkar” (hehe). Nú er komið á það stig að strákarnir eru á barmi heimsfrægðar og við getum lagt okkar að mörkum. Þannig er mál með vexti að hægt er að kjósa þá á listann sem er á Chicago stöðinni Q101 sem er með gífurlegan hlustendahóp. Enda Stick'em up að gera það gott um víða veröld en myndbandið kostaði einar 16 millur Mér finnst þetta myndband með þeim flottustu sem ég hef séð þó að margir segji að það sé mikið tekið úr myndinni Snatch sem er að vissulega rétt. Samt þá er þetta myndband tær snilld enda er lagið. En það lag er að finna í myndinni Orange County
Þar eru tólistamenn á borð við The Offspring Foo Fighters Crazy Town og margir aðrir. Þið gerið ykkur grein fyrir því að íbúafjöldi í Chicago er tæpar 3 milljónir og áhrif þessarar útvarpsstöðvar eru mjög mikil. Aðrar stöðvar taka eftir því hvaða sveitir eru á listanum. Og þá fer snjóboltinn að renna og stækka.

Ekki allir jafn kátir
Rapparasamtökin The Islam Nation eru heldur betur ekki hressir með ís-rapparana í Quarashi núna. Reyndar það óhressir að þeir hafa hótað að drepa þá. Nation of Islam eru samtök Islamtrúaðra rappara en meðal meðlima í þeim eru hljómsveitin Public Enemy.Ástæðan er sú að á plötuumslagi óútkominar plötu Quarashi er mynd af hálfmána, trúartákni Islam. Í fyrstu voru samtökin mjög hress með þetta fína umslag en þegar þeir fréttu að í bandinu væru bara kristnir Íslendingar snérust þeim hugur.Að sögn Sölva Blöndal hringdi umboðsmaður Quarashi í Bandaríkjunum í hann og varaði þá við hótuninni og sagði að full ástæða væri til að taka þessi samtök alvarlega. Sölvi sem er höfuðið á bakvið Quarashi segir að þeir ætli að halda umslaginu óbreyttu þangað til að annað komi í ljós. Það væri þá ekki fyrr en þeim yrði sýn t morðtilræði sem þeir myndu taka til greina að breyta því.
Plötur

Þeir hafa gert samning við bandaríska plötufyrirtækið Timebomb Recordings. Drengirnir knáu hafa gefið út þrjár breiðskífur: Switchstance, Quarashi og síðast Xeneizes. Allt saman frábærar plötur og aðeins harðir aðdáendur og safnarar eiga fyrstu plötuna, enda var fljótlega enda ekki álitlegur maður við fyrstu sýn.
hún gefin út í afar takmörkuðu magni. Nú í sumar mun fjórða plata þeirra koma út og ber hún nafnið Jinx. Að plötunni koma ýmsir frægir menn úr tónlistarheiminum svo það virðist sem Strákarnir okkar séu á barmi heimsfrægðar.
Hvernig byrjaði þetta allt
Hljómleikaferðin hefur verið lengi á döfinni og um tíma var útlit fyrir að sá armi þræll Osama bin Laden ætlaði að ganga af ferðinni dauðri – og þar með hamla mjög frama Quarashi á alþjóðavettvangi. Eftir 11. september komu nefnilega um tíma vöflur á Çolumbia og sáu þeir ýmsa meinbugi á því að Quarashi gæti slegið í gegn í Bandaríkjunum. Ástæðan var sjálft nafn hljómsveitarinnar en Quarashi er nafnið á þeim þjóðflokki sem gætti helgidómsins í Mekka, sumir segja meira að segja að það sé ættarnafn Múhameðs spámanns sjálfs. Þrátt fyrir að mjög megi telja vafasamt að amerískir unglingar hafi minnstu hugmynd um hvað Quarashi þýðir töldu Columbia menn öruggast að hafa vaðið fyrir neðan sig og munu hafa beðið Quarashi-menn góðfúslega um að skipta um nafn. Þeir félagar tóku það ekki í mál og létu Bandaríkjamenn sig að lokum og Quarashi-strákar flugu sem sé í vesturveg fyrir rúmri viku. Má vera að ekki hafi það orðið til að draga úr taugaóstyrk hinna bandarísku skipuleggjenda tónleikaferðarinnar að einn rapparanna þriggja í Quarashi ber með stolti nafnið Ómar - en það nafn ber sem kunnugt er annar höfuðóvinur Bandaríkjanna um þessar mundir á eftir Osama sjálfum, höfuðpaur Talibana: Mohammed Omar.