Ætla að gagnrýna plötuna Bara Ég með Emmsjé Gauta

1. Intro
Hef eiginlega ekkert að segja um þetta 15 sec. intro, þar sem hann segjir bara emmsjé og búið.

2. Steinstjarna (prod. By Reddlights)
Mér finst þetta geðveikur taktur og gott lag í sjálfu sér en mér finst þetta ekki gott viðlag, bara endalaus endurtekning, góður beat.

3. Dusta Rykið (Ft. Berndsen & Rósa)(prod. By Gnúsi Yones)
Geðveikur beat hjá Gnúsa (einsog venjulega)en er ekki beint að fíla mig inní þetta lag, þetta var einn af mörgum singulum af þessari plötu sem mér fannst vera alltof margir.

4. Kingsize Papes (prod. By Gnúsi Yones)
Góður beat, semi lag, ekki leiðinlegt og ekki skemmtilegt heldur.

5. Blikk Blikk (prod. By Smári Tarfur)
Mjög gott lag og takturinn ekki á verri kantinum, en leiðinlegt viðlag til enda mætti segja.

6. Bara Ég (Emmsjé)(prod. By Reddlights)
Frábært lag finnst mér og góður tatkur frá Reddlights, og helmingi betri upptaka og mastering á þessu lagi fyrir plötuna.

7. Okkar Leið (Ft. Friðrik Dór)(prod. By Reddlight)
Mér finst allt gott við þetta lag, texti, taktur og söngurinn hjá Friðrik Dór, þetta er allt frábært frá upphafi til enda.

8. Hemmi Gunn (Ft. BlazRoca)(prod. By Reddlights)
Afhverju í fjandanum heitir þetta lag Hemmi Gunn? Þeir minnast ekki einu sinni á nafnið hans, en þetta er góður taktur og ágætis lag yfirhöfðuð en mig leiðist Erpur.

9. ParaParadís (Ft. Dabbi T & Gnúsi Yones)(prod. By Gnúsi)
Allir aðdáendur af 32C (Emmsjé Gauta, Dabba T & Earmax) hafa mest liklegast heyrt þetta lag, en mér finnst þetta lag hundleiðinlegt, væri skemmtilegra að heyra eitthvað betra frá þessum snillingum en þetta.

10. Ég Er Allt Of (prod. By Þórbjörn)
Snilldar taktur og snilldar texti, sá preview á þessu lagi með videoi inná youtube fyrir slysni og fannst þetta snilld við fyrstu heyrn og er klárlega eitt af uppáhald lögunum mínum á plötunni, og væri gaman að vita hver þessi Þórbjörn er.

11. Oh Yeah (Ft. Ljósvaki)(prod. By Ljósvaki)
Einn af mögum singulum af þessari plötu, finnst Ljósvaki vera hundleiðinlegur gaur en góður taktur samt, en ekkert spes verse fræ Gauta, ekkert spes lag.

12. Þeir Kalla Mig (Fyrirmynd)(prod. By Introbeats)
Snilldar lag, taktur og texti, einn af fleiri singulum af plötunni og er búið að vera í gangi síðan seinasta sumar, gott lag í sjálfu sér.

13. Kæra Ester (Ft. Gnusi Yones)(Prod. By Gnúsi Yones)
Gott lag og geðveikur beat, veit ekkert hvað er hægt að segja um þetta lag, er ekki beint að skilja það.

En já þetta var platan Bara Ég og er góð plata allt í allt en 7 af þessum lögum hafa verið singular og gömul lög, hefi ekki átt að sleppa svona miklu úr fyrir útgáfuna, taktarnir eru ekki á síðri endanum og mér finst að allir ættu að eiga þessa plötu í safninu sínu.

Og ekki er verra að hann sé kominn aftur í sebrabuxurnar.