bara stutt grein um Nate Dogg sem lést í gær(15. Mars)

Nate, ásamt Snoop Dogg og Warren G var uppgvötaður þegar Dr. Dre hafði heyrt demo sem þeir þrír hefðu tekið upp. Nate Dogg kom þá fram á plötunni the Chronic sem Dr. Dre gaf út árið 1992, gagnrínendur tóku honum vel og aðdáendur Dr Dre líka og næsta ár samdi hann við Death Row Records. Nate Dogg ásamt nokkrum öðrum voru í Tha Dogg Pound og gekk henni gríðarlega vel, en eftir að Snoop gaf út Doggystyle þá hættu allir óformlega nema Kurupt og Daz. Nate Dogg gaf út 3 plötur:
G-Funk Classics, Vol. 1 & 2 (1998)
Music and Me (2001)
Nate Dogg (2003)

Nate Dogg vann með mörgum af þeim bestu s.s. Eminem og Tupac. Og hafði hann töluverð áhrif á þróunn G-Funks i gegnum árinn. árið 2007 fékk hann hjartaáfall og var lagður inn. árið 2008 var staðfest að vinstri helmingur líkamanns væri lamaður, læknar sögðu þó að hann mundi ná fullum bata og að lömuninn hafði ekki haft nein áhrif á röddina hans, seinna sama ár fékk hann annað hjartaáfall og var þá óvíst hvort hann mundi syngja aftur. En 15. mars 2011(í gær) gaf hjartað hans sig og hann lést. Margir rapparar s.s. Eminem, 50 cent, Xzibit og Snoop Dogg hafa gert Tribute til hans.

Hvíldu í Friði Nate Dogg.
Rap is something you do, Hip Hop is something you live! - KRS One