Gagnrýni á Relapse-Eminem Relapse
Þar sem Eminem var að gefa nýjustu plötuna ætla ég að gagnrýna, er glænýr á huga og þetta er fyrsta gagnrýnin mín þannig að go easy on me :D. Ætla að fara yfir þennan disk í textagerð, taktsmíði, fara yfir lögin og gefa heildareinkun (sem er gerð frá þessu öllu).

Textar:
Mér finnst því miður textarnir ekki vera nógu og góðir miðan við Eminem, þó ég vilji ekkert alltof alvarlegan disk þá var alltof mikið af gaman textum og party og vantaði alla alvarlega texta nema í „Beautiful“. Ég vona bara að það komi fleiri Alvarlegir á Relapse II og kannski reyni ég að setja inn gagnrýni á honum líka ef þessari verður tekið vel :-). 6.0

Taktar:
Taktarnir, finnst mér, það besta við þennan disk, enda er Dr. Dre að gera flesta taktana en það sem mér finnst dálítið skrítið er að uppáhalds lagið mitt á disknum er produce-að af Eminem. Annars finnst mér vera mjög góðar taktar á yfirleitt öllum lögunum þar sértaklega: „Beautiful“, „We Made You“ og „My Mom“(vildi að það hefði verið betra rapp og texti yfir honum). 8,5

1. Dr. West(Skit): Ekkert hægt að segja um skit…
2. 3am: 3am er mjög áhugavert lag, skemmtilegt Intro, fínn texti en samt svo pirrandi taktur. Þetta er allavegana alls ekki versta lagið á disknum þó mér finnist það ekki alveg nógu og gott til að vera single. 7.0
3. My Mom: Ég elska þennan takt, alveg ótrúlega katsý. En ég gjörsamlega hata þetta viðlag og bara rappið í þessu, væri til í að redda mér einhverju remixi af þessu. Og þessi hreimur er orðinn frekar þreyttur… 4.0
4. Insane: Haha er alvarlega að fíla þetta lag. Ótrúlega sikk og mér finnst hann koma með smá „Bizarre“ texta (þið sem hlustið á Biz hljótið að vera sammála mér). Mér finnst þetta líka mjög skemmtilegur taktur og í heildina gott lag. 8.5
5. Bagpipes From Baghdad: Hef heyrt marga segja að þetta sé gott lag. En mér finnst þetta ekkert spes og eins og ég sagði áðan þá er þessi hreimur orðin freeekar þreyttur, nóg að hafa hann í einu lagi. Finnst þetta reyndar gott viðlag og það góða við taktinn er að hann minnir mig svolítið á „Square Dance“ bara aðeins verri. 5.5
6. Hello: Ég er bara ekki viss um þetta lag. Giska að mér finnist þetta gott lag, en þetta er bara svo óvenjulegt. Hef ekki mikið að segja um þetta lag, né taktinn. 6.0
7. Tonya (skit): Ekkert hægt að segja um skit…
8. Same Song & Dance: Er ekki einu sinni hvað þetta á að vera, finnst þetta bara ömurlegt lag. Ef þetta á að vera dans-lag eða svona partí þá hefur þettta feilað og líka ef þetta átti að vera alvarlegt. 4.0
9. We Made You: Eitt af betri lögunum á disknum, fokkin geðveikt lag. Elska viðlagið, elska versin en hata samt hreimin en ætla leyfa honum að fara framhjá mér í þessu lagi. Finnst þetta geðveikur taktur, fínasti texti meira samt svona „comedy-party texti“ veit ekki hvernig ég á að segja það. Þetta lag er allavegana mjög gott. 9.0
10. Medicine Ball: Ha? Hvernig getur þetta lag verið frá snillingnum Eminem. Finnst þetta vera versta lag sem ég hef heyrt með honum ! Takturinn er ekki einu sinni góður 1.0
11. Paul (Skit): Ekkert hægt að segja um skit…
12. Stay Wide Awake:Finnst þetta gott lag… Góður taktur, góður texti. 7,5
13. Old Time‘s Sake: Ahhhhh þetta er gott lag! Elska þennan takt þó hann sé einfaldur, þá er hann geðveikur. Geðveikt vers frá Dr. Dre svona „singy-songy“ fílingur í því en þessi fokkin hreimur hjá Eminem er en og aftur að pirra mig í fyrsta versinu! Awesome viðlag og bara í heildina gott lag! 8.0
14. Must Be The Ganja: Haha magnað lag. Elska introið og takturinn góður. Rappið fínt og lagið kemur svo vel saman í heild. Mjög skemmtilegt lag. 8.0
15. Mr. Mathers (Skit): Ekkert hægt að segja um skit…
16. Deja Vu: Takturinn minnir mig mjög mikið á Crack A Bottle bara öðruvísi tónlist. Samt er þetta bara mjög gott lag. Steiktur texti og mikið að gríni í honum, svo verður þetta aðeins svona „alvarlegra“ í viðlaginu. Góðar trommur í taktinum og fínasti gítar, elska líka orgelið í viðlaginu. 8.5
17. Beautiful: Ok, þetta lag er svo fokkin geðveikt að það er ekki eðlilegt. Fíla þetta í botn, og loksins alvarlegt lag sem meikar sens. Geðveikur taktur, awesome texti og bara ótrúlega gott lag í heild. Þetta fer í hóp með lögum eins og „Stan“, „When I‘m Gone“ og „Sing For The Moment“. Besta lagið á disknum. 10.0
18. Crack A Bottle: Kominn með svo mikið leið á þessu lagi, fékk nóg af því áður en hnakkarnir voru byrjaðir að spila þetta og ég þarf núna að æla þegar ég heyri þetta lag. En ætla samt að reyna að dæma það heiðarlega, vel unninn taktur, vel gerður „comedy-texti“ og fínasta lag. 8.5
19. Steve Berman (Skit): Ekkert hægt að segja um skit… en verð að segja snilld haha.
20. Underground/Ken Kaniff: Mjög góður texti. Fokkin geðveikur taktur en þetta kemur því miður ekki vel saman í lag. En verð samt að gefa þessu einkun bara sitthvort (ef þið skiljið :S). 8.5
Gef Honum Sjálfur bara 6 slétt. Tölurnar segja…
Drumroll, please.
6,5 segja tölurnar :L Ætli það sé ekki bara 6,5 þá. Ágætis diskur en miðan við hina frá Eminem þá er þessi lélegur.