Wu Tang Clan-Iron Flag review Iron Flag er önnur plata Wu´s á jafnmörgum árum. Síðasta plata The W var frekar léleg, reyndar mjög léleg. Ekkert virkaði á henni, pródúseringinn var léleg ( ég trúði ekki á köflum að Rza væri á bakvið borðin ), síðan var verið að troða non-wu affiliates á plötuna sem áttu engin erindi á þar, og manni leið eins og plötunni hefði verið flýtt í búðir. Síðan gerðist það fyrir nokkrum mánuðum að þeir gerðu yfirlýsingu að þeir mundu koma með aðra plötu 18 Des. Í fyrstu var marr ekkert of spenntur eftir The W, ég hélt að þessi plata yrði algjör svínastía, en það var ekki fyrr en í síðasta mánuði að ég varð spenntur. Ég heyrði einhver ágæt lög og heyrði góða hluti um plötuna, svo að ég heimtaði hana í jólagjöf. Svo setti ég hana í tæki eitthvað seinna, og varð svona nokkuð ánægður með hana. Diskurinn byrjar á geðveikt flottu introi þar Rza talar yfir flottum beat, svo strax á eftir kemur fyrsta lagið, In The Hood. Ágætt lag með nokkuð flottum beat, ég hefði þó viljað betra lag til að byrja diskinn með. En næsta lag, Rules er helvíti flott. Í fyrstu hélt ég að Primo væri að pródúsa þetta en basslinið er samt ekki jafnt þykkt og hjá honum. Mathematics pródúsar þetta þó, geðveikt lag með geðveikum beat. Næstu tvö lög, Chrome Wheels og Soul Power ( Black Jungle ) eru ekkert sérstök. Uzi ( Pinky Ring ) er fyrsti singullinn af plötunni, ill lag með geðveikum beat. One of these Days er frekar lélegt, ég fatta ekki afhverju Nick Fury er að pródúsa þetta. Ya´ll Been Warned er annar singullinn af plötunni, og er bara nokkuð helvíti flott lag með ágætum beat ( svoldið raw ), pródúsað af True Master ( hann gerði nokkuð mikið á Forever ). Babies er geðveikt ill, minnir mig geðveikt mikið á cream, geðveikt flottur beat, textarnir ( lyricz ) góðir, frábært lag. Radioactive ( Four Assasins ) minnir miiikið á 36 chambers, mjög gott lag. Back in the Game er wack að mínu mati enda er fokkin Ron Isley með, og pródúsað af Wackmasters. Iron Flag, titilag disksins er algjör fokkin snilld. Fokk, þetta hefði alveg eins getað verið af Cuban Linx eða eitthvað. Geðveikur beat, lyrically on point, þvílíkt lag. Í Dashing ( Reasons ) er ákveðið christmas anthem, nokkuð flott lag. Svo er lagið sem bandaríkjamenn fengu ekki, The W. Þetta er bónus lag, hluti af því var á The W ( plötunni ), en nú fáum við fullt lag. Helvíti gott lag með góðum versum ( sérstaklega hjá Gza ). Allt í allt er þetta nokkuð góður diskur, miklu betri en The W, en samt voru Forever og 36 chambers mun betri ( enda bæði algjör meistaraverk ). Diskurinn er rétt undir klukkutíma ( 58 min ). Ég held að ég geti alveg mælt með þessum…

8/10