Ég rölti áðan út í búð og nældi mér í nýútkomna plötu Sesar-Afrikanusar, bróður Blazroca í XXX Rottweiler Hundum. Platan er mjög stutt, aðeins 9 lög, þrjú intstrúmental, og U MANDEN HILSEN, þar sem U Manden talar í einhvern tíma, þannig að eftir eru fimm frábær lög. Diskurinn byrjar á laginu Í Aðsigi ( sem ég veit ekki hvort er intro, eða stutt lag ), þar sem hann basically kynnir sjálfan sig. Stormur heitir næsta lag, flott lag með flottum beat, ekkert að þessu. Svo kemur lag sem þeir sem hlusta á muzik.is ættu að kannast við, Nafnið heitir það, og er algjör snilld!Geðveikur beat hjá DJ Magic, og djöfulsins snilldar rímur Sesars. Lagið fjallar um eins og titillinn gefur til kynna, nafn hans, frábært lag. Næst er geðveikt flott instrumental þar sem DJ MAGIC skankast eitthvað. Einfalt kemur næst, gott lag þar sem Sesar reynir að gera hlutina einfalda, ABC dæmi, góður beat. Í 200 í 101 kemur Blazroca og lætur nokkrar rímur droppa, en Hr.Africanus stelur einfaldlega sýningunni með geðveiku versi og svo má ekki gleyma DJ Magic sem kemur með ágætis beat. U MANDEN HILSEN er svona instrumental, sem maarr skippar oftast yfir!Næsta lag, FEITUR SKÓÞVENGUR er virkilega ill! Geðveikur beat, snilldarrímur um skóþveng og önnur tískufyrirbrigði, klárlega besta lag disksins. Síðast er annað instrumental, eða bara outro, LÆGIR kallast það. Eiginlega eina vandamálið á þessari plötu er fokkin lengdin, rúmar 28min!!Annars er þetta helvíti kræsilegur diskur sem er vel þess virði að tjekka á.

1.Í Aðsigi
2.Stormur
3.Nafnið
4.DJ Magic Opus Uno
5.Einfalt
6.200 í 101 feat. Blazroca
7.U Manden Hilsen
8.Feitur Skóþvengur
9.Lægi