Dj Premier á Gauknum 15 Mars! Kronik Entertainment og Tuborg kynna:

Dj Premier á Gauknum 15 Mars!

Laugardagskvöldið 15 mars n.k. þá mun Kronik Entertainment fagna sínu 7 starfsári og ætlar að því tilefni að slá til veglegrar veislu á Gauknum undir formerkjum Kronik Klassik. Fram kemur enginn annar en plötusnúðurinn og goðsögnin Dj Premier, en hann er talinn einn áhrifamesti plötusnúður og taktsmiður í bransanum í dag, enda maðurinn á bakvið alla helstu hiphop slagara fyrr og síðar. Þetta er veisla sem enginn sannur tónlilstarunnandi má missa af.
Forsala miða hefst Mánudaginn 18 Febrúar á midi.is og í verslunum skífunnar. Verð í forsölu er 2500kr.

Dj Premier hefur verið nefndur sem einn færasti hiphop taktsmiðurinn í bransanum fyrr og síðar. Hann átti mikinn þátt í frægðarsól manna eins og Notorious B.I.G., NAS, Krs-One, M.O.P. Common, Jay-Z, Jeru The Damaja og Group Home svo fáeinir séu nefndir. Dj Premier er einnig annar helmingur tvíeykisins Gang Starr en hinn meðlimurinn, Guru, kom einmitt hingað til lands 2001 og gerði þá allt vitlaust á Gauknum.
Dj Premier hefur einnig ljáð takta sína til ekki ómerkari listamanna en Macy Gray, Janet Jackson, D´Angelo, Christina Aguilera, Snoop Dogg Craig David og Limp Bizkit og má segja að listinn sé óendanlegur. Hann er nú á stuttum Evróputúr og ætlar því að koma við á Íslandi til þess að skemmta landanum. Með honum í för verður Blaq Poet en hann mun munda míkrafóninn á milli laga. Upphitun verður auglýst síðar.

Nánari Upplýsingar um Dj Premier.

http://www.myspace.com/djpremier
http://djpremiertrackology.8kilo.com/