Fréttabréf Hiphop.is Þarf bara að birta svona mikilvægar fréttir hér!!


—————————————————————
TFA 10 ára, 2008
Nú er aðgerðarhópurinn TFA búinn að vera starfandi í tíu ár, eða frá 1998. TFA, sem stendur m.a. fyrir Tími fyrir aðgerðir, hefur á þeim tíma haldið 7 plötusnúðakeppnir, gefið út 4 mixdiska, 2 heimildarmyndir, flutt inn fjölda tónlistarmanna, staðið að föstum klúbbakvöldum, skrifað í ýmis tónlistarrit, haldið úti hiphop.is frá 2003 (5 ár), verið hluti af Menningarnótt 5 sinnum, 17.júní tvisvar og Vetrarhátíð tvisvar nk. febrúar auk ógrynni af minni viðburðum. Þar að auki hefur TFA verið með útvarpsþáttinn ORÐ á Flass 104.5 í tvö ár og er að undirbúa átak í Graffiti-senu landsins. TFA lætur verkin tala og heldur ótrautt áfram í að ryðja brautir íslenskrar grasrótarmenningar.

—————————————————————

Uppsveifla 6 - 24.jan @Organ
Original Melody gaf út frumraun sína, Fantastic Four, út í apríl 2006 og hefur síðan þá komist í hóp vinsælli hiphop-sveita landsins.
Dóri DNA og Danni Deluxxx eru eitrað teymi er kallar sig 1985! Þeir hafa fengið frábæra gagnrýni í öllum blöðum landsins fyrir tónleika sína og því er skyldumæting fyrir alla hiphop-unnendur landsins.
POETRIX
ORIGINAL MELODY
1985!
Húsið opnar 21.00
Léttar veigar í boði Finlandia
www.monitor.is
www.myspace.com/organreykjavik

—————————————————————

Árslistakvöld ORÐ, 26.febrúar
Nú er komið að uppgjöri Hiphopþáttarins ORÐ við árið 2007. Af því tilefni verður árslistaþátturinn færður yfir á laugardagskvöldið 26.janúar og hefst klukkan 19. Fyrstu tvo tímana eða svo munu lög ársins og lög af plötum ársins verða flutt. Þess á milli verður rennt yfir allt það helsta sem gerðist á árinu sem leið og m.a. spilað bestu íslensku lög ársins að mati þáttarstjórnanda. Að listunum loknum verður svo spilað slammandi Hiphop til ca. 1 eftir miðnætti þannig að hafið tækin rétt stillt í laugardagspartýinu !!
Stillið því tækin á 104.5 næsta laugardag klukkan 19-01 !!!!
www.hiphop.is
www.flass.net

—————————————————————

Félag Anti-rasista tónleikar @Gaukurinn
1.febrúar mun Félag Anti-rasista halda tónleika málefnum sýnum til stuðnings. Uppröðunin er skotheld: XXX Rottweiler, 1985!, Kenya o.fl. munu koma fram.
Hiphop, RnB og Reagge tónlist verður í algleymi. Ef marka má viðtökur á síðustu FAR tónleikum borgar sig að mæta tímanlega. Sjá nánar á heimasíðu félagsins:
www.antirasista.net

—————————————————————

Ólátagarðurinn @Norræna Húsið, Vetrarhátíð 2008
TFA stendur bakvið Ólátagarðinn annað árið í röð á Vetrarhátíð. Að þessu sinni var ákveðið að nýta húsakost Norræna Hússins í Vatnsmýrinni og munu 7 listamenn sýna saman að þessu sinni. Rætur listamannanna liggja allar í yfirborð steyptra frumskóga og því er hér um mikilfenglega sýningu að ræða. Listin verður bundin við striga, ljósmyndir og ýmislegt fleira …komið endilega og sjáið, það er frítt inn!
Vetrarhátíð stendur yfir 7.-9.febrúar og Ólátagarðurinn sömuleiðis.
www.nordice.iswww.hiphop.is

—————————————————————

One Be Lo, 9.febrúar @Organ
Bandaríski rapparinn One Be Lo kemur hingað til lands í boði TFA og Hiphop.is til að loka Vetrarhátíð í Reykjavík með stæl. Hann kemur hingað ásamt DJ Flip frá Írlandi og mun hertaka tónleikastaðinn Organ fyrir all-svakalega tónleika þetta laugardagskvöld. One Be Lo er meðal atkvæðumestu rappara síðasta árs og skaut sér inn sem gestur í mörgum af betri plötum ársins auk þess að nýjasta plata hans, “R.E.B.I.R.T.H.” hefur tæklað mörg sæti á árslistum fyrir 2007.
Upphitun fyrir OBL verður í góðum höndum, en þar koma fram:
VIVID BRAIN
BRJÁNSI
REGNSKÓG
DJ JÓI
Vivid Brain og Brjánsi hafa ekki stigið á stokk í nokkurn tíma og því eftir miklu að vænta. Auk þeirra kemur fram í fyrsta skiptið dúóið Regnskóg, sem samanstendur af röppurunum MC Rain (Twisted Minds/Audio Improvement) og Byrki (Forgotten Lores/Arkir), en þeir hafa tekið upp efni í heila plötu sem gæti litið dagsins ljós innan skamms.
Allir flytjendur létu síðast heyra í sér á Lifandi Orð 2007 mixdisknum (fæst í Nakta Apanum og Smekkleysu Plötubúð).
www.hiphop.is
www.myspace.com/onebelo
www.myspace.com/theflipster


—————————————————————
J-Dilla tribute 10.feb @Barinn
Sunnudaginn 10.febrúar eru akkúrat tvö ár liðin frá andláti hins merka taktsmiðs og rappara J-Dilla (Jay Dee). Hiphop.is ætlar að heiðra minningu hans með DJ Flip frá Írlandi þetta kvöld á Barnum. Spiluð verða lög sem Dilla tengdist og hugsanlega einhver varningur seldur tengdum listamanninum. DJ Intro (Forgotten Lores/Introbeats) mun grípa í stálborðin með nokkur lög ásamt Flip.
Frítt inn, húsið opnar klukkan 20
www.hiphop.is
stonesthrow.com/jdilla/


—————————————————————
Poetrix, Fyrir lengra komna @15.febrúar
Rapparinn Poetrix situr nú á nýpressuðum farmi af sinni fyrstu plötu, “Fyrir lengra komna” og má eiga von á henni í verslanir 15.febrúar nk. Fyrsta smáskífa plötunnar, “Vegurinn til glötunnar (ásamt Bubba)” fór varla framhjá neinum, en næsta smáskífa verður ekki síðri, þar sem Diva De La Rósa úr Sometime skreytir með söng. Nánar verður fjallað um plötuna á Hiphop.is þegar nær dregur.
www.myspace.com/poetrixmusic

—————————————————————

Plötumarkaður Dj Lucky í Kolaportinu
Plötusnúðurinn og tónlistargúrúinn DJ Lucky hefur undanfarið verið með bás í Kolaportinu þar sem hægt er að gera frábær kaup á tónlist. Mest er um vínylplötur og má finna haug af gullmolum úr öllum stefnum tónlistar hjá honum.
Endilega kíkið við hjá kappanum og nælið ykkur í mjögsvo eigulegar plötur á mjög sanngjörnu verði. Ekki hika við að þræða besta plötumarkað landsins hjá Ingvari ?Lucky?.
www.kolaportid.is

—————————————————————

Coxbutter.com
Nú er útgáfufyrirtækið CoxButter komið með tvær plötur í vasann sem öllum er frjálst að niðurhala án nokkurs endurgjalds. Þær plötur sem komnar eru út eru
Diddi Fel & G.Maris - Hvernig rúllar þú?
Forgotten Lores - Rest of 2000-2007
Von er á tveimur fullkláruðum plötum á næstunni úr herbúðum 23 Studio's, fylgist með og skráið ykkur á póstlistann.
www.coxbutter.com


—————————————————————
Element Crew 10 ára
Element Crew, upprunalega 5th Element var stofnað 1998 í ónefndu dansstúdíói í mibæ Reykjavíkur. Á þessum tíma var mikil uppsveifla í Bboying og hópurinn sýndi hér og þar, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Tala meðlima hefur breyst mikið í gegnum árin, fólk eldist og forgangsröðin breytist, sumir þeir eldru duttu út og stöðugt verið að taka inn nýja meðlimi. Hópurinn tók þátt í nokkrum keppnum hérlendis en ákváðu að “stinga sér í djúpu laugina” 2001 með að taka þátt í Battle Of The Year “Scandinavia”. Eftir það hefur hópurinn tekið þátt í fjöldann öllum af keppnum erlendis. allt frá Köben til New York.
Aðal markmið hópsins á íslandi í dag er eins og ávalt að viðhalda og stækka bboy senunna. Haldnar eru keppnir, sýningar, bboy djömm og margt fleira á vegum Element Crew. Meðlimir í hópnum eru auk Íslands líka frá Noregi og Japan/UK þannig að keppt er undir nafninu Element Crew.


—————————————————————


Við minnum ykkur á að kíkja á Hiphop.is reglulega. Meðal nýs efnis þar má nefna grein um danskennslu og þá sérstaklega Hiphop-tengdan dans og nokkra nýja Orð-þætti.

ORÐ - Hiphopþáttur íslenzka lýðveldisins - er á dagskrá á Flass 104.5 öll miðvikudagskvöld klukkan 22-00 í boði Hiphop.is. Þáttarstjórnandi er Ómar Ómar
—————————————————————

Getið svo skráð ykkur á póstlista hiphop.is og fengið fleiri svona bréf í pósti.