NaS killed it? Pt. I Drap hann það? Dó það án hjálpar? Eða dó það bara alls ekkert?

Hip Hop is Dead!

Stór fullyrðing frá einum stærsta(ekki bókstafleg merking), besta og elsta(enn of aftur ekki bókstafleg merking) MC NYC. NaS.

NaS, sjálfskipaður kongungur NYC rapp senunar.

NaS eða Nasir Jones eins og hann heitir í alvörunni fæddist í Brooklyn 1973 ólst upp þar fyrstu árin í lífi sínu. Flutti með foreldrum sínum, Olu Dara jazz spilara og móður sinni Fannie Ann Jones til Queens snemma og síðan þá hefur hann ávallt kallað Queens heimili sitt. NaS er einn af sterkari af löngum lista(t.d. DMX, 50 Cent, Onyx, meiri hluti Juice Crew etc.) af röppurum sem hafa komið frá Queens og reppar(Represent) það í lögum sínum.

Hann var 21 árs þegar hann gaf út sinn fyrsta disk, Illmatic. Hann var þá þegar kominn með orðspor sem góður rappari í underground senunnni en Illmatic sló öllum við. Í dag er Illmatic á öllum Topp 100 listum yfir bestu Hip Hop plötur og með mínum uppáhalds, instant classic. Illmatic kom út ‘94 og sló hún strax í gegn og stækkaði orðsporið hans en meira við það.
NaS fékk mikla hjálp frá stórum nöfnum við gerð plötunnar þar á meðal DJ Premier, Large Proffessor og Pete Rock, sem þá og enn eru með stærri nöfnunum í East-Coast produce listunum ef ekki bara öllum producer listum.

Hann beið ekki lengi með að droppa næstu plötu, It was Written…, sem kom út aðeins tveimur árum seinna, ’96. En hann slakaði þó ekki á þessi tvö ár, því að eftir að Illmatic hafði slegið í gegn byrjaði nafnið NaS að poppa uppí öllum lögum og andlitið í öllum myndböndum. NaS sást mjög mikið ungmennunum í Mobb Deep og hinum ýmsu Wu-Tang meðlimum.
Og svo má ekki gleyma beeefinu milli hans og 2Pac. 2Pac vildi meina að NaS væri að reyna herma eftir sér og væri að stela stílnum sínum. 2Pac spittaði í mörgum viðtölum og blöðum um hvað NaS væri ,,feik“ og ekkert nema copycat. Og eftir dauða sinn kom lagið Against All Odds þar sem að hann lætur NaS heyraða, en engu að síður hefur NaS aldrei gert annað en að sýna 2Pac endalausa virðingu. NaS hefur oft flutt lög eftir hann og samið lög um hann enda var 2Pac með uppáhalds röppurum hans og hann vildi ekkert nema sömu virðingu og hann sýndi 2Pac.
En aftur að It was Written…, platan innihélt sömu ,,umræðu” efni og fyrri platan en stíllinn, taktarnir, textarnir og allt varðandi NaS hafði þá þróast. Aðdáendurnir bjuggust ekki við að NaS myndi bregðast þeim og það gerði hann alls ekki. Platan sló einnig í gegn en nú fór hún í spilun allstaðar, ekki bara í úthverfum NYC. Hún innihélt marga slagara svo sem Street Dreams, The Message og If I Ruled the World(með Lauryn Hill). Hann breyttist úr meðvituðum ghettó strák í meðvitaðann ghettó mann ef svo má að orði komast.

Árin ‘96-’97 voru dramatísk í Hip Hopi fyir alla, East-Coast, West-Coast, Dirty-South, Old-School eða New School. 2Pac var myrtur og stuttu seinna fór Notorious B.I.G.
Þetta var áfall fyrir rappið því að á einu ári voru tveir stærstu rappararnir myrtir, sitthvor konungur sinnar borgar.

Í New York hófst svo kallað ,,lyrical war" þar sem allir sýndu sitt besta í von um að geta tekið sess Biggie, sem konungur NYC rapp senunar.
Endaði það með að tveir helstu rapparnir, NaS og Jay-Z urðu báðir sjálfskipaðir konungar. Rapparar og rapp grúppur hófu að taka hliðar og það var Jay-Z sem átti fyrsta höggið í einu stærsta, lengsta og frægasta rapp beeefi hip hop sögunnar. Meira um það seinna.

NaS var núna með þekktari og færari mc'um í NYC og ásamt röppurunum AZ, Foxy Brown, Nature og sjálfum Dr. Dre varð til allstar hljómsveitin the Firm. Mikil spenna var fyrir plötunni því að ekki voru þetta allt frægir rapparar að sameinast heldur var þetta fyrsta samstarf NYC rappara við hinn goðsagnakennda Dr. Dre.
The Firm, The Album kom út stutt eftir It was Written… og var hreint út sagt… vonbrigði. Það var nú alls ekki af því að þetta var svo lélegur diskum heldur af því að fólk vænti svo miklu meira svo grúppu.
En þessi diskur vakti meiri umfjöllun en aðeins þetta samstarf og vonbrigði, heldur olli hann beeerfi milli NaS og gamals félaga hans, Cormega.

Cormega hafði verið með líklegri valkostum fyrir The Firm en var ekki tekinn inn og Nature var tekinn í stað hans og sundraði þetta margra ára vinskap milli NaS og Cormega.

Byrjið á þessu og framhald seinna.