Rím Ég ákvað að skrifa þessa grein því að mér fannst vanta grein hérna inná sem útskírði þetta vel.

Alrím (oft kallað skólarím)[b/]

Þegar stofnsérhljóð og það sem á eftir kemur er eins í orðunum.
Dæmi:
Fer – sker, mella – hella, hálfa – skjálfa, band – land.

Dæmi úr lögum:

Grænir Fingur – Móri
Kannabis er greinilega meðalið
Hvar get ég fengið lyfseðil
Ég ætti að geta keypt það út í búð
Og þá fengi líka ríkið eitthvað fyrir sinn snúð
(meðalið – lyfseðil, búð – snúð)

Þér er ekki boðið – XXX Rottweiler
Partýið mitt er doggí eins og dalmatíuhundur,
En ég slít hann í sundur,
Ég er Rottweilerhundur,
Það þýðir vesen eins og rifin smokkur og brundur
(dalmatíuhundur – sundur – Rottweilerhundur – brundur)

Cleaning Out My Closet – Eminem
picket signs for my wicked rhymes,
look at the times,
sick is the mind
of the motherfuckin' kid that's behind,
(rhymes – times, mind – behind)


Hálfrím (oft kallað atkvæðarím)[b/]

Þegar stofnsérhljóðið er það sama en samhljóðarnir mismunandi.
Dæmi:
Fugl – gull, ýta – líka, för – töf, dóni – skóli.

Í lagadæmunum hjá skólaríminu er líka að finna atkvæðarím:
(Kann)abis – (með)alið, fengið – (lyf)seðil, (greini)lega – geta, út – búð,

Picket – wicked, signs – my – rhymes, sick – is – mind, of the – mother(fuckin’)


Dæmi úr lögum:

Mosó – Dóri DNA
Já, já, þú ferð ekki á toppinn,
Þetta reddast, og ef ekki þá fokk it,
fögnum landa, því landinn er bara afurð,
En ekki drekka of hratt því landinn er vafasamur
(á toppinn – þá fokk it, bara afurð – vafasamur)

Brekkusöngur? – XXX Rottweiler
Hitti Árna Jónsen, hann fór að rífast bara,
Reyndi að rífa af mér hljóðnemann og fór að rífa kjaft strax,
Hann geti það ég stórefa, hann að ýkja sína krafta,
Því bara smáglæpon hann er með fokkin’ hvítan kraga.
(rífast bara – rífa kjaft strax – sína krafta – hvítan kraga, ýkja – sína)

I ain’t mad at cha – 2pac
Member when you had a jheri curl didn't quite learn
On the block, witcha glock, trippin off sherm
Collect calls to the till, sayin how ya changed
Oh you a Muslim now, no more dope game
(learn – sherm, changed – game, no – more – dope)


Sniðrím

Þegar orð ríma saman, eins og alrímið, nema stofnsérhljóðið er ekki það sama. Þetta er ekki mjög algengt rím hvorki í rappi né ljóðum, eftir því sem ég best veit.

Dæmi:
Vald – feld, fjall – höll, enda – lynda, fagur – digur.

Mér dettur ekki í hug neitt rapplag sem er með sniðrími, þannig að ég get ekki komið með lagadæmi, en ef þið vitið um einhver þá endilega setja þau inn.



Ef einhver vill get ég líka sent inn grein um einrím (kvenrím), tvírím (karlrím), þrírím (veggjað rím), innrím, endarím, framrím, víxlrím, runurím, flatrím og jafnvel ljóðstafi ;) Það tengist meira samt ljóðskap heldur en rappi eiginlega þó að það geti allveg verið mjög svalt í rappi.

Heimildir eru fengnar úr Ljóð í tíunda og íslenskutímum.

enjoy ;)