ég hef verið að fylgjast með ykkur hérna á hip-hop seksjóninu
á huga í nokkurn tíma og hef orðið var við skoðanir ansi ólíkar
mínum.
ég hef nu ekki hlustað lengi á rapp, minna en ár reyndar, en
ég er fljótur að læra og er búnað “uppgötva” slatta af verulega
góðum tónlistarmönnum (common, mos def, talib kweli,
quannum, j5,…) en ein af ástæðum þess að ég byrjaði ekki að
hlusta alminnilega á rapp fyrr en ég var 17 er sú að gaurar
eins og jay-z, biggie, puffy og nas, með sína vindla og peninga
og konur í nærri engum fötum voru meiren lítið fráhrindandi.

og svo finnst ykkur þeir, allavega sumir þeirra, bara alveg
frábærir. Það má vel vera að svo hafi verið einu sinni en það
er sko ekki í dag. mainstream rapp (eins og mainstream
tónlist yfirleitt) er handónýtt.
þetta thug bullshit og rassahristingar er orðið vel þreytt og
löngu kominn tími til að þessir menn hætti nú bara og hleypi
common og mos def að. ef þeir verða svo alveg jafn ömurlegir
þá verður bara að hafa það. en svona á þetta að ganga fyrir
sig í tónlist. Gamla draslinu er fleygt út og hið nýja kemur inn.
kallast þróun.
En kallar eins og dr. dre, snoop dogg, jay-z og nas eru bara
ekki að fatta það.

allavegana, ég er ekki að segja neitt nýtt en vildi bara koma
mínu að
ps. jay-z og nas eru hvorugur kóngur new york. Það er
KRS-One
-king mo
-km