Push Comes To Shove-MED Ég gerði þennan plötudóm fyrir nokkru síðan, en ákvað bara skella honum hingað inn. Góður dómur :).


Ég skellti mér nýlega á eintak af Push Comes To Shove með MED eða upprunalega Medaphoar. Skellti mér á plötu sem lengi hefur verið beðið eftir frá þessum frábæra vestustrandar-rappara. Ég hafði ekkert mikið verið að fíla Medaphoar fyrr en nú. En það er ekki langt síðan að ég heyrði það fyrsta með honum þar sem hann var gestur á The Unseen plötunni, laginu 24-7 og þar á eftir heyrði ég í honum á Madvillainy plötunni, laginu Raid og bæði bara góð verk. Fólk man samt kannski eftir honum á öðrum lögum á borð við Blind Man sem pródúsað var af Cut Chemist, og Special með Erykuh Badu og Madlib með puttana á tökkunum. En hann var fyrst heyrður í Stones Throw genginu í laginu Wanna Test á plötunni Soundpieces: Da Antidote með Lootpack. Push Comes To Shove hinsvegar sem ég ætla lýsa hér á eftir, er full af svokölluðum “bangers”, og er þessi plata í svipaða átt og Champion Sound með Jaylib og í gæðalega séð nálægt hvorri annarri. Madlib alveg uppá sitt besta hér að mínu mati, The Further The Adventures of Lord Quas var svolítið öðruvísi en góð engu að síður. En Madlib einokar ekki undirspilin hér heldur fá Stones Throw kapparnir Oh No og J Dilla (Jay Dee) og enginn annar en einn vinsælasti pródúser USA bara núna, Just Blaze að setja puttana hér og þar (á sampler þá). URB Magazine sagði eftirfarandi og ætla ég ekki að fara Rúv style og fara þýða þetta, fólk skilur þetta vonandi samt :). “MED stands out for his perforating wordplay and extraterrestrial breath control”.


1. Intro.
Platan byrjar á Intro-i sem Madlib er einum lagið með flott cuts og mjög smooth melódíu sem spilast hraðar þangað til takturinn í næsta lagi byrjar.

2. Serious feat. Oh No.
Flott lag sem minnir svolítið á Addictive með Dr. Dre, Rakim & Truth Hurts…Bara miklu betra. MED mjög góður á þessu lagi með flott flow og góða texta.

3. Whut U In It 4 feat. Baby Sagg.
Byrjar á stuttu trommusóló-i, en svo kemur sannkallaður banger inn. Ég fíla synthinn í þessu lagi, en meira segja vibraslap-inn virkar vel í þessu lagi. Bara mega kúl taktur og sömuleiðis rappið. Gott í partíið?

4. Can´t Hold On.
Að mínu mati eitt besta ef ekki besta lagið á þessum diski. Grípandi geðveik melódía og Nick Rodriguez (MED) alveg ferskur as usual. Mjöög flott viðlag þó það sé ekki mikið lagt uppúr því og það er einn eða tveir bars. Elska þetta lag og þegar ég var að hlusta á þennan disk í Bókval Akureyri þá var ég handviss að ég myndi kaupa þennan disk. Madlib fær mega props frá mér (og það er honum örugglega mjög mikils virði :D hehe).

5. Push feat. J. Dilla.
Singúll plötunnar án vafa. J-Dilla stelur senunni með hrjúfum synth og einnig í þessu lagi flott viðlag sem gerir þetta að góðu klúbbalagi og maður hækkar hljóðstyrkinn og headknockar..og kannski að einhverjir dansi? Það kæmi mér ekki á óvart.

6. Special feat. Noelle Of The Rebirth.
Hér er Special sem er lag sem maður hefur heyrt áður. Allavegana kannast maður við þetta, hefur kannski Kronik spilað þetta. En ekki þetta, þá var Erykah Badu á því Special lagi. En mér gæti ekki verið sama þó hún sé ekki hérna því þetta er dope lag án hennar eða með. Á 12“ var rödd Erykuh Badu sömpluð skilst mér og þeir vildu ekki borga fyrir það þess vegna er Noelle komin hér.

7. The Offering Interlude.
Ef ég ætti eitt orð til að lýsa þessu interlude-i þá segði ég ”Madlib“. Interlude um maríjúana eða weed er með Madlib stimplað yfir sig alla. Skemmtilegt Interlude því maður sér hér að hvað sá sem smíðaði Holdin It Down með Big L samplaði (ef þið skiljið þetta ekki þá verður bara að hafa það).

8. Hold Your Breath.
Skemmtilegt og grípandi taktur. Medaphoar alveg mjög ferskur hér. Fersk viðlag og maður jiggar alveg við þetta lag :). Gúdd sjitt.

9. Now U Know feat. Dudley Perkins.
MED öllu alvarlegri hér en á laginu á undan en lagið er alls ekkert verra fyrir það. Kúl scratch, viðlagið og takturinn. Bara fínt lag.

10. Pressure feat. Diamond & Poke.
Byrjar á pitched up flottu sampli en svoo..vá kemur banger á hæsta leveli. Minnir á Champion Sound lög og geðveikt flottur taktur og viðlagið með þeim betri á þessum diski.

11. Never Saw It Coming.
Skemmtilegur söngur/sampl. Bassalínan flott og þegar versið er þá er greið leið fyrir MED að rappa ekki drekkt í hljóðum (eins og sumir gera..no names). Skemmtilegt lag.

12. So Real.
J. Dilla á heiðurinn af undirspilinu hér og má hann alveg vera stoltur af því. Kúl að hafa ”Come On!“ frá M.O.P. lagi (held ég). Ég fíla viðlagið, flott að hvísla part af því. Góður lúður hér.

13. Never Give U Up.
Eitt af þessu brjáluðu smooth lögum á þessari plötu, í versinu verður takturinn wah-lo fi og kemur það mjög vel út. Einnig heyri ég votta fyrir svona áströlsku blásturshljóðfæri hérna. Megamega flott viðlag enda er ég sucka fyrir svona sungnum gömlum grípandi sömplum. Snilld. Oh No er alveg mega pródúser þrátt fyrir tja..:)…spes nafn.

14. Mary J Interlude.
Fyrst hélt ég að þetta væri Mary J Blidge interlude..hún eitthvað að sjátáta á MED en neei..ég gleymdi eitt sekúndubrot að þetta er Madlib on the boards. Maríjúana á hann auðvitað við hérna. Flott setning að hætti Otis Jackson Jr. (Madlib) ”“zipping takes an instant, but upzipping seems to take forever *CRhRLhRLRhLR*” hehehe broslegt interlude.

15. Get Back.
Just Blaze og MED eru banvænt teymi (MED og Madlib eru hinsvegar dýnamískt dúó :) ). Just Blaze er alveg mjög flottur í þessu lagi og passar takturinn vel við MED. Ekki eins gott samt og ég bjóst við, bjóst við takti eins og Church For Thugs með Game en þessi er samt flottur. Ég held að MED sé mikill synth-fan þegar hann er að velja taktana.

16. Listen 2 This.
Eftir fyrstu 5 sekúndurnar veit maður að það er eitthvað mjög geðveikt í uppsiglingu. Taktur sem minnir eilítið á Pete Rock og Medaphoar á góðar línur hvað-eftir-annað.

17. Yeah.
Taktur sem ætti heima í spennumynd og MED alveg mjög góður. Klúbba-banger myndi ég kalla þetta. Samt já eins og ég sagði..taktur sem á heima í spennumynd.

18. Nightlife feat. Noelle Of The Rebirth.
Svo ótrúlega gott lag. Á topp 3 á þessu diski. Medaphoar ferskur með endæmum. Mjöög góður taktur og bassalínan ein sú flottasta síðan sú í Be laginu með Common. Noelle er gjörsamlega búin að sanna sig í söng að mínu mati.


Niðurstaða:
Mjög mjög góð plata sem kom mér á óvart. Ég treysti á góða pródúseringu á þessu diski og pældi kannski (bara kannski, ekki meira) of mikið í töktunum. En MED er mjög góður rappari sem er alveg klárlega búinn að heilla mig uppúr skónum. Að mínu mati topp 5.

1. Never Give U Up
2. Can´t Hold On
3. Nightlife
4. Special
5. Pressure

3 1/2 af 5 eða 7 af 10.
Mæli með þessari
Takk fyrir mig,
Darri

Heimasíða MED: http://www.stonesthrow.com/med/
Heimasíða Stones Throw: www.stonesthrow.com