D'Angelo Greinin var skrifuð af repisen og við þökkum honum fyrir framlagið!

Mig langað að segja nokkur orð um einn minn uppáhaldstónlistarmann, hinn ofur-svala Michael D'Angelo Archer, eða bara einfaldlega D'Angelo.

Ef Erykah Badu er drottning Neo-Soul stefnunnar þá er D'Angelo kóngurinn, nútíma Marvin Gay. Það er í raun erfitt að útskýra tónlistina hans en þetta er einhversskonar hip hop, jazz, soul, funk, R&B blanda.

D’Angelo er sannarlega hæfileikaríkur tónlistamaður því fyrir utan það að vera með einhverja þá mögnuðustu rödd sem sá sem hér skrifar hefur heyrt þá “pródúserar” hann flest öll lögin á plötunum sínum tveimur “Brown Sugar” (1995) og “Voodoo” (2000).

D'Angelo er virtur mjög í hip hop heiminum og hefur hann unnið með þónokkrum af þekktari nöfnunum í bransanum, þar á meðal með:

Common í lögunum í “Geto Heaven Part 2”, “Time Travelin' Reprise' ,”Time Traveling“ og ”Cold-Blooded“ en öll login eru af ”Like Water For Chocolate“.

The Roots í laginu ”The Hypnotic“ af ”Illadelph Halflife“.

Method Man í laginu ”Break Ups 2 Make Ups“ af ”Tical 2: Judgement Day“.

Method Man og Redman í laginu ”Left & Right“ af ”Voodoo“.

Genius/GZA í ”remixi“ af laginu ”Cold World“.

Rafael Saadiq (Tony!, Toni!, Tone! og Lucy Pearl) í laginu ”Untitled (How Does It Feel)“ af ”Voodoo“ og í laginu ”Lady“ af ”Brown Sugar“.

Dj Premier í ”remixi“ af laginu ”Lady“ og ”Devil's Pie“ af ”Voodoo“.

Slum Village í laginu ”Tell Me“ af ”Fantastic Vol. 2“.

Ali Shaheed Muhammad (A Tribe Called Quest og Lucy Pearl) í laginu ”Brown Sugar“ af ”Brown Sugar“.

Kool G Rap í ”remixi“ af laginu ”Brown Sugar“.

Hann hefur eins og áður sagði gefið frá sér tvær plötur sem hafa báðar náð ágætum vinsældum og hefur hann hotið hinar og þessar viðurkenningar, svo sem Grammy verðlaun fyrir besta karl söngvara í R&B flokki og þá einnig Grammy verðlaun fyrir bestu R&B plötuna, ”Voodoo“.

”Brown Sugar“ er að mínu mati talsvert sterkar plata enda stútfull af nettum slögurum. Hún er öll ”jazz-aðari“ en hin og mikið af píanói.
”Brown Sugar“ lagið þekkja flestir sem eitthvað hafa fylgst með hip hopi síðustu ár, án efa eitt af mínum uppáhaldslögum. Önnur lög sem vert er nefna eru ”Alright“, ”Shit, Damn, Motherfucker“, ”When We Get By“ og ”Lady“.

Á ”Voodoo“ era ð finna það lag sem hefur náð hvað mestum vinsældum en það er lagið ”Untitled (How Does It Feel)“. Þetta er að mínu mati afslappaðri og rólegir plata en sú fyrri, ef ég er í ”chill“ stemmningu þá er þessi sett á fóninn. Funk áhrifin eru einnig sýnilegri á þessari plötu t.d. í laginu ”Chicken Grease“. ”Devil's Pie“ er að mér finnst besta lag þessarar plötu hrátt og ”dimmt“ lag.

Tónlist D'Angelo er fyrst og fremst ”chill" tónlist og tilvalin blanda með rappinu.

Grein skrifuð af repisen