Afu Riggedy Ra Ég ætla hér að gera stutta grein um rapparann Afu-Ra og verk hans.

Maðurinn hefur ekki átt langann feril en hefur þó að mínu mati átt frábæran feril!
Afu-Ra kom fyrst fram á sjónarsviðið í laginu Mental Stamina(sem er frábært) eftir Jeru the Damaja. Jeru var má segja lærimeistari Afu þó sýndi hann sig ekkert á fyrsta disk Afu, Body of the Life Force.

Body of the Life Force, fyrsti diskur Afu kom út árið 2000 og fékk ég hann stuttu eftir. Ég varð strax hrifinn af hljóðinu. Afu er mjög fær MC og stíll hans ótrúlegur. Diskurinn er mikið produce'aður af DJ Premier og er algjört meistaraverk eins og flest allt sem Preemo snertir.
Einnig fékk hann mikla hjálp frá þeim félögum úr Wu-Tang Clan, GZA og Masta Killa.

Sjálfur myndi ég segja að bestu lög disksins væru Defeat(Premier), Soul Assassination(Muggs), Big Acts little Acts(GZA) og Whirlwind Thru Cities. En allur diskurinn kemur þó sterkur inn og mæli ég með honum.

Afu var aðeins nýbyrjaður þarna, 2002 kom diskurinn Life Force Radio út. Diskurinn kemur sterkur inn en mér persónulega finnst hann í heild ekki jafn góður og fyrri diskurinn þó slagarnir á þessum disk koma virkilega sterkir inn.
Lagið Hip Hop er eitt flottasta lag sem ég hef heyrt og þetta er lag sem maður setur á repeat.
Premier sér ennþá um að produce'a diskinn sem er alls ekki slæmt.
Sterkustu lögin á þessum disk myndu vera Hip Hop alveg frábær Hip Hop anthem, Stick up smá sletta af gangsta rappi en fjölbreytnin er bara góð og Dangerous Language.
Afu var ekkert hættur að vinna með stóru nöfnunum á seinni disknum, RZA tekur upp micinn á Dangerous Language, M.O.P. taka einnig upp micinn á meðan Easy Mo Bee sest í producer stólinn og hjálpar til.

Tveimur árum seinna kom diskurinn Afu-Ra presents the Perverted Monks. Ég hef ekki heyrt þennan disk en hef þó heyrt góða hluti um hann, ég setti hann á óska listann minn fyrir þessi jól og hver veit hvað jólasveininn gefur manni. Þarna tekur hann víst upp micinn með þremur öðrum MC's, Solar Monk, Aqua Monk og Caged Monk.
Hvort þeir séu góðir veit ég ekki en Afu klikkar ekki þannig að þessi diskur ætti að vera þess virði að athuga.

Einnig kom diskurinn State of Arts út fyrr á þessu ári en ég hef heldur ekki komist yfir þennan grip og ég veit í rauninni ekkert um hann.

Afu hefur verið mjög heppinn hvað varðar hjálp við að koma sér af stað. Ekki bara fékk hann stór nöfn til að hjálpa sér á debute'inum sínum heldur gáfu þessi sömu nöfn honum tækifæri að hita upp fyrir sig og spila með sér á hinum ýmsu tónleikum.
Afu hitaði mjög oft upp fyrir Gang Starr og gerir enn fyrir Wu-Tang.

Ég mæli með að allir chekki þennan frábæra rappara, stíllinn hans er ólýsanlegur… á góðann hátt, taktarnir hans klikka ekki enda oftar en ekki mjög færir produce'ar sem að hjálpa honum á því sviði.

Fyrir þá sem vilja kynna sér hann mæli ég með þessum lögum og eru þetta mín uppáhaldslög með manninum: Defeat(DJ Premier), Mortal Kombat(Masta Killa), Big acts Little acts(GZA), Soul Assassination(DJ Muggs), Whirlwind thru Cities, Hip Hop, Pusha(Royce da 5'9"), Stick Up, Open og Sacred Wars.