F.I.L.T.H.E.E. Immigrants Ég ætla að skrifa smá grein um hljómsveitina F.I.L.T.H.E.E. Immigrants, sem ég er búinn að vera kynna mér síðastleitið.

F.I. er hljómsveit sem samanstendur af 3 félögum Filthee, Rif, og Dutch sem komu saman árið 1997, sem voru staðráðnir í að gera eitthvað nýtt fyrir Hip-Hop. Þeir eru allir ættaðir af Latínskum ættum(Puertó Ríkó, Kúpa…) og ólust þeir aðallega upp í L.A. Nema kannski Dutch sem var búinn að búa í Brooklyn í einhver tíma. Þó að Hip-Hop sé grunnur/undirstaða tónlist þeirra, þá getur maður heyrt að á nýja disknum þeirra að þar eru mikil áhrif annara hljóma eins svo þungt rokk, latínskum trommuslátta og “leiklistarúrtök” (theatrical samples). Með sterkum áherslum á innihald textanna og orku/krafti sem minnir á Public Enemy, Rage Against The Machine eða The Clash, þá færa F.I. manni þetta mix af uppreisnar og háðkvæðu tónlist sem er búin að vera að týnd í tónlistinni í einhvern tíma.

Almennt hafa þeir verið þekktir fyrir að vera “underground” hljómsveit, samt hafa þeir frekar langan lista af afrekum í gegnum tímann. Árið 2000, á meðan þeir voru að vinna með rokk framleiðandanum Scott Humphrie (Rob Zombie), hittu þeir Tommy Lee meðlim hljómsveitarinnar Motley Cru sem spurði þá hvort þeir væru ekki til í að semja eitt lag fyrir hann sem tengdist uppákomandi verkefni hans “Methods of Mayhem”. Það sem gerðist eftir það var að smellurinn “Proposition F**k You”(Sem F.I. hafði samið), hjálpaði verkefni Tommy’s að selja meira en 850.000 eintök. Þetta var eitt af aðalmálunum sem veitti hljómsveitinni mikla athygli, og þess vegna fengu þeir að koma fram á sýningum eins svo Ozzfest svo gott sem “national” framkomur árið 2004 með Insane Clown Posse plús á ýmsum minni sýningum með hljómsveitinn Cypress Hill, Dilated Peoples, Kanye West, og Busta Rhymes.

Eina albúmið sem ég “veit” að þeir hafa gefið út er “F.I. The Album!”, sem kom út 05/11/2004. Það inniheldur að m.a. lögunum: Find Us, Seven Letter Word pt. 2, Propagangsta… sem eru búin að gera það gott á vestur-ströndinni.

Heimildir: Aðallega heimasíða hljómsveitarinnar http://www.filtheeimmigrants.com/