Atmosphere Eins og margir hafa kannski tekið eftir er þetta 3. greinin mín á /hiphop á stuttum tíma, er að reyna að lífga áhugamálið við. Endilega skrifið greinar um ykkar uppáhalds tónlistarmenn.

En allavega að efninu, ákvað að skrifa næstu grein mína um Atmosphere sem hafa verið frá því ég byrjaði að hlusta á hip-hop á toppnum á mínum lista. Skrifa þessa grein bæði til að efla þekkingu mína og ykkar. Uppáhalds platan með þeim að mínu mati er Lucy Ford, nýja platan sem kom út 4. október var einnig mjög góð og í heildina litið finnst mér allar plöturnar þeirra mjög góðar.

Afsakið ef þetta inniheldur einhverjar málfræði, stafsetningavillur. Einnig ef þetta er vitlaust á einhvern hátt.

Atmosphere er hip-hop sveit frá Minneapolis, USA. Þeir byrjuðu ferilinn árið 1994 undir nafninu “Urban Atmosphere”. Í byrjun samanstóð sveitin af Spawn (MC), Slug (DJ) og Ant (Producer). Eftir að Spawn (a.k.a Rek the Heavyweight) hætti, sem var eftir að Overcast kom út árið 1997, skipti Slug yfir í MC. Síðan þá hefur sveitin gengið í gegnum marga DJ's, núverandi DJ er Brad Forste eða Mr. Dibbs og hafa hann og Slug gefið út plötu saman. Atmosphere hafa gefið út 5 breiðskífur ásamt slatta af styttri projectum á CD, vinyl og tapes.

Atmosphere hefur verið talin ein áhrifamesta og árangursríkasta underground hip-hop sveitin í USA. Þeir eru best þekktir fyrir ljóðræna texta Slug's og jarðbundinn stíl. Lögin þeirra fjalla oft um kvenmenn sem er uppáhalds viðfangsefnið hans Slug. Þeir fjalla líka um pólitík, tilfinningar og persónulegar hugsanir. Taktarnir hjá Ant eru einfaldir og hráir, þrátt fyrir það er hann alltaf að þróast og ef þið hlustið á Overcast og svo You Can't Imagine How Much Fun We're Having heyrið þið mikinn mun.

Nú í ár koma Atmosphere fram með fullri hljómsveit: Nate Collins – Gítar, Brett Johnson – Bassi, Erick Anderson – Hljómborð og Patrick Armitage – trommur. Mr. Dibbs er ennþá DJ. Hljómsveitin kemur með nýtt jazz frumefni og dýpt inní lög þeirra.

Eins og ég nefndi hér fyrr í greininni hafa þeir gefið út 5 breiðskífur og þær heita:

Overcast
Kom út árið 1997, þá var Spawn ennþá að vinna með Slug og Ant. Á plötunni skilgreindu þeir rapp frá Minneapolis. Diskurinn átti að kynna fólk fyrir Midwest rappi, ekki tónlist frá New York eða Californiu heldur Minneapolis.
Ár hafði liðið og lagið Scapegoat hafði fengið miklar undirtektir og var spilað í háskólaútvarpi um allt land og Atmosphere var að byrja að breiðast út.

Lucy Ford
Veturinn 2001 kom út plata númer tvö, hún fékk nafnið Lucy Ford. El-P, Jel og Moodswing 9 producuðu á plötunni og var þetta eina plata Atmosphere með utanaðkomandi producers. Þetta ár voru þeir með í Ford Two Tour, Who Killed The Robots Tour og Fill In The Blanks Tour (sem var fyrsta skipti sem þeir spiluðu með Mr. Dibbs). Eftir þetta höfðu þeir komið fram í Norður Ameríku og Evrópu og plötusalan fór að aukast.

God Loves Ugly
Árið 2002 var 6. árið í samvinnu Slug og Ant, þriðja platan þeirra fékk nafnið God Loves Ugly. Hún var gefin út í gegnum Fat Beats og seldist í 130.000 eintökum um allan heim. Þeir komu fram 60 sinnum á 71 degi. Þetta ár fóru stórfyrirtæki eins og Sony, Interscope, Warner Brothers og hellingur af fleiri fyrirtækjum að taka eftir þeim.

Seven's Travel's
Árið var 2003 og þriðja plata Atmosphere á 3 árum varð að veruleika. Hún fékk nafnið Seven's Travel's. Platan seldist í meira en 150.000 eintökum bara í Bandaríkjunum og setti Atmosphere á toppinn á underground hip-hop listanum. Þeir fóru frá því að spila fyrir 25 manns í að spila á stórum viðburðum eins og First Ave - Minneapolis, The Fillmore – San Fransisco, The Metro – Chicago, Irving Plaza – New York svo eitthvað sé nefnt.
Þeir héldu áfram að stækka og stækka.


You Can't Imagine How Much Fun We're Having
4. október á þessu ári kom út 5. platan frá Atmosphere. Rímur Slug's á þessari plötu minna helst á LL Cool J og Run DMC heldur en eldri plötur þeirra. Taktar Ant's hafa aldrei verið jafn flóknir og kraftmiklir eins og þeir eru á þessari plötu.


Slug:
Heitir réttu nafni Sean Daley, fæddist árið 1973. Móðir hans er hvít og faðir hans er hálf-amerískur og hálf-afrískur. Hann var alinn upp af afa sínum sem er Afrísk-amerískur (african-american).

Árið 1995 stofnaði hann upptökufyrirtækið Rhymesayers Entertainment sem er með listamenn eins og Eyedea & Abilities, Brother Ali, I Blueprint, Self Divine, P.O.S, Soul Position og fleiri.

Sem hliðarverkefni með Atmosphere hefur hann verið að gefa út plötur með Murs í gegnum Rhymesayers sem bera nöfnin Felt: A Tribute to Christina Ricci og Felt vol. 2: A Tribute to Lisa Bonet. Samkvæmt Rhymesayers síðunni er Felt “tónlistarleg samvinna til að ná langtíma markmiðinu, að stunda kynlíf með B-klassa Hollywood leikkonu.”
Slug er best þekktur fyrir snjalla og ljóðræna texta og hrokafulla framkomu. Í textum hans fókusar hann oft á persónuleg vandamál eins og tilfinningar, pólitík og eins og hann segir sjálfur, uppáhalds viðfangsefni sitt, kvenmenn.

Heimildir:
http://rhymesayers.com/aDetail.php?aId=25&cT=Bio
http://minnewiki.publicradio.org/index.php/Slug
http://minnewiki.publicradio.org/index.php/Atmosphere
http://www.rhymesayers.com/aDetail.php?aId=3&cT=Bio
http://en.wikipedia.org/wiki/Atmosphere_%28band%29