Dj Craze á Gauknum 5 Nóvember! DJ CRAZE TIL ÍSLANDS!

Breakbeat.is og Kronik Entertainment kynna, einn færasta plötusnúð í heimi, Dj Craze, á skemmtistaðnum Gauknum . Með honum kemur fram hinn frábæri MC Armanni Reign. Upphitun verður í höndum fastasnúða Breakbeat.is - Kalla, Lella & Gunna Ewok ásamt DJ Paranoya.

DJ Craze, sem heitir í raun Arith Delgado og kemur frá Miami í Bandaríkjunum, er lifandi goðsögn í plötusnúðaheiminum. Hann hefur unnið það ótrúlega afrek að vinna DMC heimsmeistarakeppni plötusnúða alls 5 sinnum; þrisvar sinnum í einstaklingskeppninni (1998, 1999 & 2000) og tvisvar sinnum í liðakeppni (2000 & 2001). Craze á og rekur plötuútgáfuna Cartel Recordings ásamt bandaríska tónlistarmanninum JuJu og hefur einnig gefið út hjá útgáfufyrirtækjum á borð við Breakbeat Kaos, CIA og Breakbeat Science.

Armanni Reign er af mörgum talinn vera einn albesti MC'inn í drum'n'bass heiminum í dag. Hann heitir í raun David R. Bruce og kemur frá Philadelphia í Bandaríkjunum. Armanni Reign hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn síðastliðin tvö ár og hefur hann komið fram í lögum með mönnum á borð við Photek, Hive, Gridlok og Mason. Einnig myndar hann dúettinn Mental Sharp ásamt MC Sharpness og hafa þeir meðal annars gert samning um væntanlegar skífur á TEKBDZ, plötuútgáfufyrirtæki Photek.

Það stefnir því í ógurlegt tjútt hjá Breakbeat.is & Kronik Entertainment á Gauknum laugardaginn 5. nóvember næstkomandi. Ekki klikka á þessu!

Húsið opnar kl 23:00, 1000kr, Aldur: fædd 86 og eldri.