Cage Æskan:
Cage eða Chris Palko fæddist í Wurzburg í Þýskalandi. Pabbi hans hét Bill Murray og var í herlögreglu Bandaríkjahers og starfaði við herstöð í Vestur Þýskalandi. Cage og fjölskylda hans bjó þar þangað til pabba hans var vikið úr starfi með skömm fyrir sölu og notkun á heróíni. Þegar Cage var 4 ára gamall voru hann og fjölskylda hans send til Bandaríkjana og settust að í Middletown, NY.

Þegar þau komu til Middletown hélt faðir hans áfram að nota heróín, hann lét oft Cage hjálpa sér að setja heimatilbúna æðaklemmu á handlegginn á sér.
Einn daginn fór pabbi hans frá fjölskyldunni og byrjaði með annarri konu. Það síðasta sem Cage sá af pabba sínum var þegar pabbi hans átti í höggi við lögregluna í Middletown eftir að hann hótaði fjölskyldunni með haglabyssu. Hann var handtekinn og Cage hefur ekki séð hann síðan, þá var hann 8 ára gamall.

Unglingsárin:
Á sama tíma og mamma hans var í 3 hjónabandinu var hann rekinn úr Middletown highschool á sínu fyrsta ári. Stjúpfaðir hans lamdi hann, kýldi hann í hausinn og skildi eftir sig ör á enninu. Á þessum tíma byrjaði Cage í dópi (LSD, mescaline, weed, alcohol).

Mamma hans sendi hann til að búa hjá frænda sínum (sem barðist í Vietnam og hætti aldrei í hernum) í 1 ár á Þýskri herstöð.
Þessi frændi hans hataði hann. Hann barði hann og sendi hann svo heim til Ameríku eftir 1 ár.

Chris fór að lenda í allskyns vandamálum, þar á meðal að vera handtekinn fyrir að hafa undir höndum fíkniefni, slagsmál o.s.frv.
Hann var 16 ára gamall á þessu tímabili.
Hann var látinn á skilorð fyrir kærur, eftir mörg brot horfðist hann í augu við fangelsisdóm.
Mamma hans sannfærði dómarann um að Cage væri í andlegu ójafnvægi og í staðinn fyrir fangelsi var hann sendur á Stony Lodge geðsjúkrahúsið í tveggja vikna athuganir sem síðan breyttist í 18 mánaða veru.

Á meðan hann var á geðspítalanum var hann hluti af smáum hóp sem voru tilraunadýr fyrir nýtt lyf sem var kallað Prozac, sem var ekki komið á markað þá. Vitlaust greindur og látinn á Prozac fékk Cage mikla sjálsmorðshvöt og gerði margar sjálfsmorðstilraunir (fyrst með því að reyna að hengja sig með skóreimunum sínum, svo geymdi hann alltaf lithium skammtana sína í margar mánuði og tók þá alla í einu).
Eftir þetta var fylgst sérstaklega með honum svo að hann myndi ekki drepa sig.

Hann var settur í einangrun oftar en 20 sinnum í allt að 13 tíma í einu (ólöglega), stundum var hann látinn í spennitreyju eða handjárnarnaður í rúmið.
Cage sagði síðar að þessir tímar hafi verið “rapp skólinn” hans. Þessum tíma sem hann var bundinn eða járnaður niður eyddi hann í það eina sem hann gat, að kafa inn í hugann og skerpa ímyndunaraflið og þjálfa það. Svona samdi hann.

Eftir að hafa komist yfir það að vera háður lyfjum eins og Lithium, Prozac og mörgum öðrum lyfjum (og fleiri lyfjum sem höfðu áhrif á aukaverkanirnar), þá fór Chris úr því að vera vandræðaunglingur í það að vera ungur maður.

Á endanum var honum sleppt útaf geðspítalanum og þá skírði hann sig Alex DeLarge eftir aðalpersónunni í kvikmyndinni Clockwork Orange.

Rapp ferill:
18 ára gamall og ferskur eftir að hafa komið út af geðspítalanum ákvað Cage að láta reyna á hæfileika sína sem hann þjálfaði á meðan hann var í helvíti og ákvað að gerast proffesional rappari.
Hann gaf út demo og fékk sér umboðsmann og var kynntur fyrir Pete Nice. Pete var með Cage á “Dust to Dust” í laginu “Rich Bring ‘Em Back” árið 1993, en þetta var frumraun Cage af rappi.
Í gegnum Pete Nice kynntist Cage Bobbito Garcia sem var nýbyrjaður með “late night mix show” með DJ Stretch Armstrong. Þetta átti eftir að slá í gegn.
Honum var boðið á sýninguna nokkrum sinnum og þar vann hann sér inn mannorð í undirheimum NY sem villtur og hrár nýr MC með frumlegan stíl sem var byggður á kvalarfullu lífi hans og geðveiku myndmáli.

Í gegnum “late night mix show” kynntist hann KMD (sem var með Zev Love X eða MF DOOM fremstan í flokki) og myndaði sterk vinabönd við Subroc.
Cage var síðastur til að sjá Subroc á lífi áður en hann var drepinn.
Hann eignaðist einnig marga vini í gegnum þetta show, Kurious Jorge,
K-Solo, Godfather Don, Artifacts, Pharoah Monch, El-P (sem reyndar vann með Cage í 3 laga demoi árið 1994), the Juggaknots og fleirum.

Bobbito og Pete Nice byrjuðu með fyrirtæki í undir merkjum Columbia Records sem var kallað Hoppoh og var þeirra fyrsta verkefni að gefa út efni með Cage. Á þessum tíma var Cage í harðri neyslu og í hvert skipti sem hann kom inn í stúdíóið var hann í of mikilli vímu til þessa að geta tekið upp eitthvað sem Columbia hélt að væri þess virði að hafa efst á útgáfulista.

Vonsvikinn og niðurdreginn setti Cage rappdrauma sína á bið og flutti aftur til Middletown þar sem hann sökk dýpra og dýpra í eiturlyfjaneyslu og fékk að vita að hann væri að fara að eignast barn.

Árið 1997 byrjaði vinur og lærifaðir Cage, Bobbito Garcia með sitt eigið útgáfufyrirtæki sem hann kallaði Fondle ‘Em Records og bauð Cage 12” samning.
Einbeittur og ákveðinn í að takast þetta í þetta skipti samdi Cage síngúlinn Agent Orange. Síngúllinn varð einn af stærstu hitturunum í rapp undirheimum NYC og álit fólks á Cage fór hækkandi.

Eftir nokkrar fleiri plötur með Fondle ‘Em, hitti Cage og varð vinur Philly og rappsveit í New York sem hét The High And the Mighty. Hann stofnaði aðra sveit með þeim sem var kölluð The Smut Peddlers, Rawkus (sem var á plötum frá Company Flow og Mos Def, o.fl) bauð þeim disk í fullri lengd í gegnum “Eastern Conference”. Platan seldist í yfir 50.000 eintökum og breytti Cage í rísandi rapp stjörnu.

Cage gerði fleiri plötur með Eastern Conference, þar á meðal hans fyrstu solo plötu “Movies for the Blind”. Platan sýndi hvernig Cage breyttist í gegnum hræðilegu unglingsárin, byggðum á villtum, hráum, ofbeldisfullum, djörfum og uppreisnargjörnum viðhorfum sem hann hafði gegnum þessi ár. Platan hafði selst í 15.000 eintökum eftir aðeins 2 vikur og hersveit hans af aðdáendum stækkaði og stækkaði. Hann ferðaðist um heiminn og kynnti plötuna.

Stuttu seinna byrjaði hann með sveit sem kallaði sig “Weathermen” sem samanstóð af góðum vinum, Camu Tao, El-P, Aesop Rock, Yak Ballz, Tame 1, Breeze úr the Juggaknots og Vast Aire.

Í dag er hann hjá Def Jux ásamt Aesop Rock, C Rayz, Cannibal Ox, El-P, Hangar 18, Mr. Lif, Murs, Pfac, RJD2, Rob Sonic, Sa Smash og The Perceptionists og er nýbúinn að gefa út plötuna Hell´s Winter sem mér finnst frábær plata.

————————————————

Ég afsaka ef það eru einhverjar stafsetninga eða málfræði villur, einnig ef þetta er illa þýtt eða rangt að einhverju leyti. Ég er orðinn dauðþreyttur eftir að hafa skrifað þetta.

Þýtt af:
http://www.definitivejux.net/jukies/cage/