Twisted hiphop Partý - Boot Camp Clik á Gauknum 7 Október Smirnoff, Kronik Entertainment og Gaukurinn Kynna:
Twisted hiphop partý á Gauknum föstudagskvöldið 7 Október n..k. Fram koma, Boot Camp Clik en hana skipa heitustu rappararnir í dag, Buckshot(Black Moon), Tek & Steele(Smif N Wessun) & Sean Price. Upphitun verður í hönum Rögnu Cell 7, íslensk amerísk ættaða Dj Platurn og Ramses.
Boot Camp Clik eiga að baki fjöldan allan af plötum og unnið með listamönnun eins og 50 Cent, 2 Pac, Mary J. Blige, Destinys Child, Busta Rhymes, M.O.P, Aaliyuh, Dj Premier svo fáeinir séu nefndir.
Húsið Opnar kl 23:00, 18 ára aldurstakmark og 1500kr inn.

Buckshot er einn af meðlimum Black Moon en sú hljómsveit átti stóran þátt í hinni miklu uppsveiflu hiphop-sins kringum 1992-1993. Platan þeirra “Enta Da Stage” vakti gífurlega athygli og er að margar mati einn ferskasta hiphop plata 10 áratugarins. Lög eins og “Who Go Da props”, “How Many Mc´s” eru ódauðleg. Nýlega gaf Buckshot svo út sína aðra sólóplpötu í samvinnu við 9th Wonder(Little Brother), en hann er einn allra heitasti próduserinn í dag. Platan ber nafnið “Chemistry” og hefur fengið frábæra dóma. Án efa ein af pltötum ársins.

Smif N Wessun (einnig þekktir sem Cocoa Brovaz) áttu einnig mikinn þátt í grósku hiphop-sins á 10 áratugnum, gáfu út plötuna “Da Shinin” sem innhélt nokkra smelli eins og “Bucktown”(remix ásamt M.O.P) og “Sound Bwoy Burrell” Árið 1996 komu þeir fram í remix útgáfu af laginu “I Love you” ásamt Mary J. Blige en það varð eitt heitasta R&B lagið á öllum helstu útvarpstöðvunum á þeim tíma. Einnig hafa þeir gert lög með 50 Cent, 2 Pac, Dj Premier o.fl. Nýjasta plata þeirra og sú þriðja í röðinni er “Reloaded” og kom hún út í bandaríkjunum 13 sept sl. Hafa gagnýrnendur lofað henni hástert.

Sean Price eða Ruck eins og hann var kallaður þegar hann var annar helmingur Heltah Skeltah og Fab 5, en þeir áttu lögin “Blah & Leflah” sem voru mjög vinsæl fyrir nokkrum árum síðan. Sean hefur undanfarið verið verið að einbeita sér að sóloferli sínum og gaf út fyrr á þessu ári plötuna “Monkey Barz”, og hefur hún eins og hinar plötur BCC fengið frábæra dóma. Einnig kom hann fram í remix-inu af laginu “Girlz” ásamt Destinys Child

Boot Camp Clik hópurinn hefur nokkrum sinnum verið við frægðardyrnar. Árið 1996 þá flaug 2 Pac, Buckshot og Tek & Steele til LA til þessa að taka upp lög með þeim . Eina lagið sem var þó gefið út var “Military Minds” sem er að finna á plötunni “Better Dayz”, í öðrum lögum þá var þeim skipt út fyrir stærri nöfn, þar sem 2 Pac lést skömmu seinna eftir samvinnu þeirra, og gráðugir plötuútgefendur tóku við stjórnvölin við val á lögum 2 Pacs. Einnig leitaði Dr Dre til Buckshots þegar hann var að leita eftir austrustranda rappara og fékk hann á sinn fund en ekkert varð úr því þegar Dre ákvað að gera samning við Rakim.

Upphitun er ekki að verri endanum. Cell 7 er fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Subterranean sem gerði það gott hér á landi í kringum 1997. Hún er nú að vinna að nýrri sólo plötu sem kemur út innan tíðar. Dj Platurn er íslensk ættaður en býr í San Fransicso, hann hefur spilað ásamt öllum helstu nöfnum innan hiphop geirans, algjör snillingur með spilarana. Ramses er nýgræðingurinn, hann á þó að baki eina plötu sem hann gaf út fyrir skömmu, en er að vinna að nýrri plötu í samvinnu við helstu pródserana hér á landi.

Það er mikill fengur að fá svona þungavigtamenn innan rappsins hingað til lands þar sem þeir hafa átt mikinn þátt í uppbyggingu hiphopsins undanfarin ár, og hafa gagnrýnendur talið þá vera bjargvætta hiphopsins í dag. Þeir eru hreint út sagt frábærir á tónleikum og taka alla gömlu smellina í bland við það nýja. Húsið opnar kl 23:00, ATH enginn forsala, 18 ára aldurstakmark og 1500kr inn.

Nánari upplýsingar:

www.duckdown.com
www.hiphop.is