Nýlega komst ég yfir lög sem eru hluti af sólóverkefni Mike Shinoda, rapparans úr Linkin Park. OK, ekki dæma þetta fyrirfram, hann er nefnilega glettilega góður MC þrátt fyrir að vera í frekar slakri hljómsveit. Þrátt fyrir að fara ekki beint á kostum með þeirri hljómsveit hefur hann gert fína hluti í hliðarverkefnum, svo sem með Motion Man, Handsome Boy Modeling School, og X-ecutioners.
Ég ætla ekki að fara að röfla e-ð um æviskeið hans eða neitt, mig langaði bara að tala aðeins um sólóplötu sem hann er að fara að gefa út undir sviðsnafninu Fort Minor.
Platan hans, The Rising Tied (já Tied, ekki Tide) kemur út einhvern tímann í haust, nóvember minnir mig, og hefur tveimur lögum af plötunni verið lekið, mögulega af Shinoda sjálfum. Lögin heita Remember the Name, þar sem hann nýtur aðstoðar Styles of Beyond, og Petrified, sem minnir mig frekar mikið á Will Smith satt að segja.
Allavega, Jay-Z kemur til með að stjórna upptökum ásamt Shinoda, en hann mun ekki rappa á plötunni, Shinoda segist virða það að Jay-Z er hættur. En þeir sem koma til með að koma fram á plötunni eru meðal annars Common, Kenna, Lupe Fiasco og Black Thought úr The Roots.

Hérna fann ég nokkur lög sem hann hefur gert áður, fínn skítur satt að segja, mæli með þessu:
http://www.d12world.com/board/showpost.php?p=4254161&postcount=90

Og inni á þessari síðu fann ég líka lögin tvö, Remember the Name, og Petrified.
http://www.linkin-inside.com/dnload/audio/fort_minor/Remember_The_Name.mp3
http://www.linkin-inside.com/dnload/audio/fort_minor/Petrified.mp3

Allt erlent DL, því miður.

Ég allavega býst við að þessi plata verði góð, miðað við listann af gestaröppurum t.d., og líka miðað við þessi lög, bítin og melódíurnar hjá manninum eru ekkert til að gera grín að. Ég held að hann semji þetta allt sjálfur, held að gestirnir komi bara til með að rappa þarna.
Það er hægt að finna e-ð um þetta hérna:
www.fortminor.com

Sorry með linkana, þeir virðast ætla að vera í ruglinu, það ætti samt að vera hægt að komast inn á þetta.

Með kveðju, Paperkut.