The Game The Game réttu nafni Jayceon Taylor sem fæddist þann 27. Nóvember 1979 í Compton Californiu er einn af áhugaverðari röppurum dagsins í dag.
The Game sem ólst upp í Santana Blocc sem er hverfi Crips gengisins var fluttur á fósturheimili frá því að hann var þriðja bekk þangað til að hann var kominn í níunda bekk. Þetta stafaði af vandamálum við föður sinn sem nauðgaði systur hans að hans eigin sögn í laginu “Around the Way”. Stuttu þar eftir flutti hann til móður sinnar og eldri bróður síns Jevon sem var seinna skotinn til bana 1999 einnig var eldri ættleiddur bróðir hans Charles skotinn til bana. Hálfbróðir hans kallaður “Big Fase Hunned” ólst upp í öðru hverfi þar sem hann var virkur meðlimur í Bloods genginu erkióvinum Crips. Þegar þeirra samband fór vaxandi gekk The Game í Bloods þrátt fyrir að eiga heima í Crips hverfi. Hann fór að stunda bílaþjófnað og dópsölu sem endaði með því að móðir hans henti honum útaf heimilinu. Það aftraði honum ekki og flutti hann inn til Big Fase Hunned ekki langt frá Compton árið 2000 þar sem hann yfirtók dópsölu í því hverfi. Hann var síðan skotinn fimm sinnum þann 1. Október 2001 þegar ráðist var inná heimili hans seint um kvöld. Þegar hann var á spítala ákvað hann að hann skildi breyta um lífstíl. Hann ákvað að eltast við draum sinn sem rappstjarna og studdi bróðir hans hann og sagði að hann væri laginn með orð og ætti að reyna að láta draum sinn rætast. Hann fór að stúdera klassíska diska rappara eins og Notorious B.I.G, Snoop Dogg, Nas og Jay-Z. Hann var síðan uppgötvaður af engum öðrum en Dr. Dre sem bauð honum samning við plötufyrirtækið sitt Aftermath Entertainment. Hann gaf síðan út plötuna The Documentery en eins og nafnið segir þá er þetta eins “heimildarmynd” um líf hans þegar hann eltist við draum sinn sem rappstjarna.

Ég myndi skrifa meira en þar sem voðalega lítið er um þennan mann að finna á netinu þá verður þetta að duga.
Heimildir http://wikipedia.org/
This is your life and it's ending one minute at a time…