Eazy E Stofnandi NWA Eazy E

Eazy E aka Eric Wright fæddist árið 1964 í Compton. Þegar hann var lítill hafði hann sama draum og flestir í hans hverfi, hann vildi verða rappari hvað sem það tók. Hip Hopið var ekki eins líkað á vesturströndinni eins og það var á austurströndinni(BNA) en það var allt að fara breytast. Áður en hann varð þekktur rappari seldi hann dóp, það var eina leið hans til að afla sér til penings en það endaði vel Eazy stofnaði með hluta af dóppeningnum plötufyrirtæki að nafni Ruthless Records. Hann ætlaði að stofna fyrirtæki sem væri fullt af góðum rappörum en gekk ekki svo vel í byrjun, en það breyttist þegar Dr.Dre þá meðlimur World Class Wreckin Cru og Ice Cube byrjuðu að semja fyrir Ruthless. Þegar Eazy E reyndi að koma einu laginu frá Ruthless til sjónvarpstöðvarinnar HBO og þeir neituð stofnaði hann hljómsveitina NWA (aka Niggaz whith Attitude) sem innihélt rapparana Ice Cube,Dr.Dre,World Class Wreckin Cru meðlim Dj Yella, The arabian prince og D.O.C. Fyrsta plata NWA hét ,,NWA and the Posse'' og var ekki svo vinsæl. Árið 1987 tóku þeir á móti öðrum rappara að nafni MC.Ren og þá breyttu þeir gamla hljómnum sínum með því að taka inn suma hljóma sem Public Enemy hafði gert fræga og byrjuðu að rappa um glæpalíf og dóp. Og þá kom ein frægasta plata þeirra árið 1988 Straight Outta Compton, hún var sögð mjög gróf og fékk eingann stuðning frá útvarpstöðum né sjónvarpstöðum eins og MTV en varð samt ótrúleg vinsæl ,,underground''. NWA varð ódauðleg fyrir þessa ótrúlegu grófa texta, sérstaklega fyrir lagið Fuck Tha Police þar sem
FBI varaði/hótaði þeim næstum því ,,sagði þeim að passa sig''. Útaf polítískum hótunum fór Ice Cube frá NWA og endaði með því Cube gaf út lagið ,,No vaseline'' þar sem hann gaf skít í Eazy.

Eftir það gáfu NWA 2 aðrar plötur ‘'100 miles and Runnin’' og svo 1990 ‘'Efil4zaggin’' (Niggaz for Life). Á þeim plötum var Eazy oftast bara að prófa rap hæfileikann sinn áfram, en textar hans voru mjög grófir og yfirvöldin líkuðu ekkert við það. Þó að grúppan var á toppnum var Dre að fara hætta útaf árekstrum við stofnanda Ruthless Eazy E (ósanngjarn plötusammningur). Þessi Deila á milli Eazy og Dre fór áfram í nokkur ár með því að Dre gaf út lagið Dre Day þar sem Dre dissaði Eazy og Eazy svaraði með því að gefa út lagið Real Compton City G'z. Á þeim tíma færði hann sig yfir í ,,sóló'' ferill og gaf út sína fyrstu ,,sóló'' plötu árið 1988 sem hét ‘'Eazy Duz It’. Árið 1993 tók hann það stóra skref að gefa út plötu sem hét 187umKilla sem innihélt lagið ,,It's On (Dr.Dre)'' sem lýsti hvernig Dre myndi verða drepinn og dró að sér ótrúlega mikla athygli. Þessi plata var sú fyrsta af mörgum plötufyrirtækja árásum á milli Dre og Eazy.
Árið 1995 var hip hop þjóðin agndofa þegar Eazy tillkynnti að hann hafði smitast af HIV veirunni, enginn annar en Eazy vissi hvað veikur hann var. Á sínum síðustu dögum á lífi sættist hann við Dr.Dre og Ice Cube. Hann Dó svo á spítalanum Cedars-Sinai í Los Angeles aðeins 31 árs gamall. Tvær plötur voru gefnar út eftir andlát sitt ‘'Eternal E’' árið 1995 og ‘'Str8 off Tha Streetz of muthaphukkin Compton,’' árið 1998.
Eazy E einn stofnandi ,,Gangsta Rappsins'' lifir enn í hjörtum hip hop aðdáenda út um allan heim. Hann Skildi eftir sig konu og 7 börn.



Rest In Peace Eazy E
1964-1995 R.I.P

Þessi Grein er eftir Mig MuMs aka Bjarni
Copyright ME BITCH
DONT STEAL THIS ARTICLE