Ætla að skrifa um tíu uppáhalds MC's mína og “bönd” …. ætla líka að segja þrjú uppáhaldslög hvers með þeim :)


1. Nas. Án efa bestur að mínu mati, flowið og textarnir er geðveikt þótt maður geti heyrt betra beat, allavega ég er að fíla hann geðveikt, án efa kóngurinn í NY lenti í beefi við Jay-z en ég veit lítið um það nema Jay-z var að dizza Móðir barns Nas, heyrði ég, annars er maður lítið í þessu hérna á Íslandi maður, þetta var eitthvað 2001-2002 eða jafnvel fyrr alls ekki viss, en ég á diskinn “jay-z vs. Nas.” og þar var Nas svo kóngurinn !! :D

Lög: 1. Last real nigga alive.
2. You wanna be me.
3. got ya self a gun.

Svo eru nátturulega fullt af fleiri lögum sem ég fíla með honum :) bara til að nefna þrjú og þessi listi er varla réttur :P


2. KRS - 1. Með geðveikt flow fínt beat og lyracly snillllllllingur :) ekkert eitthvað mikið verri en Nas ég fíla hann samt bara ekki eins mikið og Nas.

Lög: 1. The bridge is over
2. The sound of Da police
3. Underground / Neva hadda gun.

Og aftur er nátturlega fullt !! fleiri af lögum sem ég fíla með honum, og erfitt að segja svona þrjú uppáhaldslög :)

3. Dead Prez. Geðveikir, þeir eru tveir og mér finnst þeir geðveikir :) textarnir snilld og er að fíla þá veeeeeel.

Lög: 1. They schools (Geðveikt LAG!! :D )
2. It's bigger than hip hop / Hell yeah.
3. Police State / Radio Freq.

Þeir eru SNJIALLD :D

4. Snoop Dogg. Hann Er náttlega klassískur og fullt af lögum með honum góð :) beatin í lögunum hans eru geðveik og flowið er svalt, textarnir mættu vera þúst, more, en hann er klassi.

Lög: 1. What's My Name. (Clazzzízzkt)
2. Ghetto Symphony
3. Snoopafella (snilld textinn :P )

Enn og aftur eru náttlega fullt meira af lögum með honum og mér finnst svona fljótt á litið doggystyle besti diskurinn hans og no limit top dog einnig mjog góður.

5. Onyx. Þeir eru/voru þrír í þessu bandi og stickyfingas líklega frægastur af þeim :)

Lög: 1. Walk In New York.
2. Onyx Is here.
3. Throw ya Gunz

Þeir áttu náttlega fullt af slögurum og örrugglega óþarfi að nefna Slam og svo Slam harder. :D

6. Das EFX. Er með frábær beat og fínt flow :) fíla hann fæææænn.

Lög: 1. Real Hip-Hop.
2. East Coast.
3. Mic Checka.

Lítið meira að segja um hann nema hann á náttlega mikið fleiri slagara svosem No diggedy sem allir hafa heyrt :) en hann er fjörugur :D

7. Canibus er með geðveika texta og má alveg vera ofar á þessum lista :P ég heyrði að hann hafi lent í beefi við Em' og mæli ég með lögunum Second Round K.O. og U didn't Care því þar er hann að dissa hann :)

Lög: 1. Lemme Hear Sumthin Else.
2. Second Round K.O.
3. Patriots. / The rip off.

Á alltof lítið með honum en hef heyrt fullt með honum og finnst hann frábær.

8. Afu-Ra. Hann er góður finnst mér en verðskuldar ekki hærra sæti :)

Lög: 1. It's On
2. Hottie.
3. Sun God.

Ég er varla dómbær á hann því eg hef hlustað svo lítið á hann :) en mér finnst það sem ég hef heyrt flott.

9. Masta Ace. Hann er öðruvísi, getum verið sammála um það. Nýji diskurinn hans er nátturulega bara snilld. Hann heitir A Long Hot Summer og ég mæli með honum, ég man að ég fékk hann eftir að ég var á ircinu og gerði ampstats með “er að hlusta á Obie trice - Don't Come Down” r sum, og það var einn sem var inná (#Hiphop.is) sem var eitthvað fúll svo hann pm' aði mig og sendi mér þennan disk :D

Lög: 1. Da Grind.
2. F.A.Y. (fuck all ya!!)
3. Soda And Soap.

Þetta er bara reyndar lög af “A long hot summer” en þetta eru lögin sem ég fílaði mest af honum, var að fá nýtt lag frá honum sem er af Disposable Arts disknum og heitir “take a walk” og það finnst mér fææænn ass lag :D og má alveg vera þarna efst.

10. Móri. Veiiittt, hann er ekkert eiginlega í samanburði við þá hérna fyrir ofan, en hann er hérna inná því mér finnst hann langbestur á íslandi bara sorry ef þið fílið hann ekki en hann er langbesti textasmiður í íslensku hiphopi, (sem hefur gefið eitthvað út :P) bara mín skoðun (K)

Lög: 1. Grænir Fingur.
2. Hei Sæta.
3. Mc Panic.

Diskurinn hans er geðveikur!! :D



Þið pælið kannski afhverju ég nefni ekki Xzibit - Eminem - M.O.P. - 2pac - Biggie - Wu Tang - Busta Rhymes - N.W.A. (+ sólós.) - G - Unit (+ sóló…) Nate dogg - Redman and so on so on …… :P hérna, það er ekki því ég er ekki að fýla þá, það er eiginlega því þetta er allt geðveikt hiphop frá þessum aðilum, og Busta Rhymes, N.W.A, Redman og M.O.P. eru mikið í uppáhaldi hjá mér, ég bara vildi tala um þá sem ég hef verið að kynnast fyrst núna í ár (Nas og KRS - 1 er ég ekki að kynnast í ár :D ) eiginlega má ég segja að þetta sé uppáhalds fjórir (semsagt Fjögur efstu :P ) en hérna, restin er svona kynning á góðu hiphopi ! :P ÆJI váh! bara ekki pæla í því!!! :P


æji shit, ég er lélegur í þessum greinadóti …. en endilega komið með lista í comment langar að sjá hvernig þetta er :)


og hey, þeir sem ætla að vera með dissh nennið að senda mér það í private skilaboð, langar að geta lesið skoðanir hérna og stuff lista frá öðrum án þess að það sé allt fullt af einhverju óþroskuðu disshi frá fjórtán ára gaurum sem halda að rokk sé shittið eða segjast fíla hiphop en eru þá bara að hlusta á einhvern skít eins og jarule eða Nelly or sum :D AAAAAAAAAAAHHHHHAAAAAAAAAAA