Anticon er label í New York, sem var stofnað ´98. Ólíkt öðrum labelum, ákvað Anticon að stíga út fyrir mörk hefðbundins hiphop´s.
Flestir hjá Anticon voru leiðir yfir stöðu hiphops í dag og ákváðu að gera eitthvað nýtt. “Eitthvað nýtt, eru ekki allir að reyna það?” Jú, að vissu marki. Það sem anticon gerði var að breyta grunnstefnu sinni hvað hiphop varðar. Þessi stefna sem þeir tóku var í grófum dráttum að vera öðruvísi. Sumir hafa tileinkað sér ljóðrænt textaform(þekktastur er Sole) og aðrir telja ekki börin, sbr. “bars” á ensku(DoseONE). Mörgum snillingum hefur fundist Anticon svo gott label, að þeir hættu independent keep it real stiginu í rappþroskanum og gengu til liðs við anticon, t.d. einn sem allir Íslendingar þekkja, Sage Francis. Í dag eru margar frábærar grúppur og listamenn, eins og Sebutones, Alias, Buck65 og Josh Martinez.
Þar sem sjóndeildarhringur margra, í BNA, er mjög takmarkaður hafa margar raddir gagnrýnt stefnuna, sem þeir tóku. Þeir, sem eru hjá Anticon eru meðal mest hataðastra manna þar.
Það sem ég var nú að spá með þessari grein(og að ritsjórn hugi.is/hiphop vildi ekki birta könnun mína) er:Hvað finnst ykkur um Anticon?
www.anticon.com