Ég ætlaði bara að segja svolítið hérna í kjölfar greinar um B-Ruff mixteipið.

Það var einhver gaur, (bullshit), sem sagði skoðun sína um B-Ruff mixteipið og hann fékk að heyra að hann væri fáfróður um hiphop, af því að hann fílaði mixteipið ekki.

Ég man þegar ég var yngri þá vorum við félagarnir eitthvað að hlusta á hiphop og þá var þetta alltaf metnaður á milli manna hvor vissi meira um Hiphop. Þetta virðist ennþá vera til staðar.

Ef þið mundið fara á McDonalds og fá ykkur Beikonborgara mundi þá vera sniðugt ef einhver mundi æpa á ykkur og segja að þið væruð fáfróð því ykkur finnst Big Mac vera vondur?

Ein af ástæðum fyrir því að fólk hættir að hlusta á hiphop er að það þykir vera ávísun um þrosa. S.s. þroski að hætta að hlusta á Hiphop.
Hin ástæðan er að sumum finnst þeir vera að verja hiphop og fatta síðan að þeim finnst það ekki vera eins real og það er í rauninni.

Ég pæli oft í því hvernig það verður þegar ég verð orðinn 40+ gamall og kominn með börn sem eru kannski 15-20 ára. Verður þá Tupac eins og Elvis Presley og Subta eins og Hljómar? Deyr hiphop út eða eykst það á næstu 20-30 árum þegar við vöxum úr grasi og verðum pabbar. Hiphop er mjög nýtt fyrirbæri á Íslandi. Flestir byrjuðu að hlusta á hiphop um 1993-1994. Hiphop er því ekkert rótgróið heldur ennþá að fæðast.