Rapparinn margkunni, Shyne, sem er nýjasta stirni Bad-Boy plötufyrirtækissins, var ákærður fyrir morðtilraun fyrir þó nokkru. Ekki reyndi hann þó að hagnast á þessari umfjöllun sem hann fékk í kjölfar ákærunnar heldur beið hann með útgáfu á plötunni sinni í dálítin tíma.
En nú hefur málið tekið nýja stefnu, þar sem ákærendur ætla að nota textana hans gegn honum. Shyne er ‘gangsta rappari’ og eru textarnir hans ákaflega ofbeldiskenndir. Ákærendur vilja sýna fram á að Shyne er ofbeldisfullur, því hann skrifar textana sína í fyrstu persónu og talar um hvað hann ætli að gera við einhverja óvini sína (sem er ekki óalgengt í hip-hoppinu).
Hvernig sem á málið er litið mun Shyne tapa á þessu. Ef hann segir að ekki megi nota textana og segir að hann meini ekki það sem hann segir þá er hann að gefa þá yfirlýsingu að hann sé ekki ‘real’ þ.e. hann skáldi bara einhverjar aðstæður til þess að selja plötuna sína. Einnig ef hann segir þetta þá mun hann líta út sem ótrúverðug persóna fyrir rétti, sem er ekki gott.
Ef hann heimilar notkun textanna sem sönnunargagna þá er hann að gefa út þá yfirlýsingu að hann SÉ ofbeldishneigður, og mun þá eiga mun meiri hættu á að vera sakfelldur…Skamm bandaríkin