Rappið á sér langa sögu allt frá því að hljómsveitin “Sugar Hill Gang” gaf út “rappers delight” um ‘76 til að byrja með átti rappið undir högg að sækja og átti erfitt með að komast úr gettóinu en hvítur almenningu tók rappinu opnum örmum þegar goðsagnir í lifandi lífi Run Dmc sameinuðust rokkhljómsveitinni Aerosmith í smellnum Walk this way nú héldu rappinu engin bönd og brautryðjendurnir Public enemy komu með ferskar pólitískar skoðanir inní rapptexta áður voru textar hversdagslegar hugrennir og sniðugar sögur. samanber “throw your hands in the air and wave em like U just don’t care” en þessir fersku vindar voru fljótt kramdir af “commercial listamönnum á við LL cool J, Vanilla Ice og Fat boys sem þó voru sniðugir. En þrátt fyrir þessa úrkynjun komu snillingarnir Easy E,Ice Cube,Ice T og DR. Dre(gay ass Dre)senunni til bjargar með Gangster rappið sem átti eftir að bylta rappheiminum. Innihaldsríkir textar var ekki tilgangur gangster rappsins en textarnir voru Hard core og cool.
Eftir N.W.A (niggaz With Attitude) gerðist ekkert í langan tíma þangað til uppúr 1990 er Snoop Doggy Dogg flutti rapp og hassreykingar til hærri hæða. En ekkert gat undirbúið fólk undir þann snilling sem myndi birtast næst. Tupac Amaru Shakur fæddist 1971 í Bronx. Tupac hafði allt hann hafði útlitið(myndarlegri maður hafði ekki sést eftir krist) hann hafði bakrunnin (annað en Ice T)hann var frábær leikari, frábær rappari. Textarnir hans sýndu einstakt innsæi inní félagslegt raunsæi fátækra blökkumanna.
Tupac sagði ” rap 4 tha bitches don't rap for tha niggaz the bitches will buy your records and the niggaz will buy what the bitches buy" en þrátt fyrir þessi orð tupac's hittu orð hans alla sem á hann hlustuðu í hjartastað. Ljóð tupac's eru m.a kennd í Berkeley háskóla í Bandaríkjunum . Tupac gat allt hann var mainstream,underground ,harður og mjúkur. Hann færði rappið upp til skýjanna.
En er Tupac dó það örlagaríka ár 1996 virðist rappið hafa dáið eða hvað ?
Þrátt fyrir viðleitni nýrra listamann á við Onyx,DMX , Busta Rhymes, Outkast og Method Man er staðreyndin sú að eins heilsteyptur listamaður í rap/hip hop heiminum mun aldrei skjóta upp kollinum aftur en það er bara mitt álit hvað finnst ykkur ?