DJ Paranoya Mixtape:

Jæja mér til mikillar furðu er búið að hætta við plötudómakubbinn þannig ég sendi bara inn grein um nýjasta mixteipið í Íslensku Hip Hopi. Fyrst þegar ég keypti hana þá hélt ég:”Tss…24 lög örugglega svona 20 ömurleg” en þar skjátlaðist mér(ég á það til). Þessi plata endist í 4 og hálfan tíma frá Reykjavík til Akureyrar án þess að ég tæki hana úr. Það er snilld því að leyndarmálið er að því það eru svo mörg lög þá uppgötvar marr ný lög þegar marr fær leið á hinum. Sniiiðug plata. En það versta við þessa plötu er lagalistinn..það er svoo lítið letur og fáránleg skrift svo ekki missa ykkur ef ég fer ekki með rétt mál á einhverjum lögum.


1.Dj Paranoia: Inngangur.
Mjög töff lag og glæsilegur taktur frá Árna NBC. Flott skröts og köts frá Paranoya. Voða lítið annað hægt að segja enn að ég er að fíla þetta lag.

2.Elvar: Skítsama.
Ég hafði heyrt þetta lag í öðrum búningi í Chronic þegar ESP komu að kynna væntanlega plötu. Elvar tekur þetta yfir dáldið breyttann G-Building takt(MOP) sem ég held að Siggi Skurður sé ábyrgur fyrir. Fyrst þegar ég heyrði þetta lag þá var ég alveg kreisí bát it! Og er enn en ég fékk smá leið á því eftir að hafa heyrt það svona oft. Brrjálað lag en það kemur einhver ópera í endann í 30 sekúndur sem mér finnst að hefði alveg mátt sleppa. Gaman samt að heyra frá Elvari aftur.

3.DM & Jemini: Ghetto Pop Life.
Þetta er almennilegt lag. Eitt af bestu erl. lögunum á þessum diski. Mjög grípandi viðlag og grípandi textar, marr byrjar bara syngja “ So Whatchu Want??”. Mjög góður fiðlu-kórtaktur og góðar trommur. Snilld.

4.Mr.Complex: Scrape Your Back Out.
Þetta er líka geðveikt lag og held ég eitt mest grípandi lag á þessum disk og bara sem ég hef heyrt. Mister Complex alltaf góður og viðlagið er mjög mikil snilld. Takturinn er líka mad en ég held að hann hefði verið betri ef hann væri aaaðeins flóknari.

5. Hip-Hop Weiners: You Smell Awful.
Ég er ekki alveg viss með nafnið á bandinu, Hip Hop Weiners en það er mín ágiskun. Ekki mjög gott lag. Viðlagið eitt það einfaldasta í heimi og takturinn þreytandi til lengdar. Rappið er fínt…meðalmennsku lag að mínu mati.

6.Byedra & Abilities: Now.
Annað lag sem ég er ekki viss um nafnið á bandinu, Byedra/Cyedra? Ég er alls ekki að fíla þetta lag. Rappararnir rappar stundum alltof hratt sem ég er ekki að digga að svo stöddu. Svo þegar það kemur á á 2:32 kemur eitthvað hryllilega leiðinlegt og ömurlegt hljóð sem neyðir mig til að skipta.

7. Bent & 7Berg: Skögultönn.
Eins og ég digga B&7 þá er það með eindæmum furðulegt hvað mér finnst þetta leiðinlegt lag. Mjög myrkt lag og textarnir finnst mér slappir hjá þeim félögum. Takturinn gefur mér hausverk en kannski fíla einhverjir þetta lag.Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þetta lag. Einhver lög verða að vera í verri kantinum.

8.Noah 23: Saio Palmetto.
Ég er ekki alveg viss með nafnið á laginu. En þetta lag höfðar ekki mikið til mín þegar hann tekur þetta súper fast rapp sem er greinilega í tísku. Ég fíla viðlagið og skratsið. En takturinn er fresh góður. Ég á kannski eftir að uppgötva þetta lag og syngja með tunguna á 300 kílómetra hraða.

9.John Smith: Weed Sells.
Mjög góður en mér finnst vanta smá bassa í taktinn. Ég er að fíla þetta lag mjög vel. Þetta lag stendur samt ekkert mjög upp úr á þessum disk. Fyndið hvað viðlagið er skrækt.

10.Denizen Kane: Early Burn.
Þetta lag er ég að fíla. Flottar trommur í taktinum og takturinn bara geggjaður. Maðurinn í símanum er ekki neitt töff en öðruvísi. Viðlagið með eindæmum gott. Annar gaurinn minnir dáldið á Kjartan nokkurn kenndan við Kájoð.

11. Offohyte: Complex Destiny.
Mér finnst byrjunin skuggalega lík Promoe laginu. En mér finnst vanta trommur í taktinn. Dáldið flottur taktur samt. Mér finnst rapparinn ágætur en röddin hans er ekki hans besti kostur. Frekar þreytandi lag til lengdar samt.

12. Jakki da Motamouth: Stage Fright.
Þetta finnst mér vera besta erl. lagið. Snilldar taktur og rappið er kreisí shit. Stundum finnst mér að það hefði mátt gera meira í viðlaginu. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira…þetta er bara snilld. Þetta er eikkvað sem allir verða heyra.

13.Prowl: Honestly.
Ekki það besta sem ég hef heyrt. Skipti yfirleitt yfir þetta lag. En mér finnst takturinn vera góður og rappið er ágætt…meðalgott…en viðlagið finnst mér ekki gott. Mér finnst ég heyra meira í taktinum og hljóð effectum en rapparanum.Dáldið rookie upptaka. Ég er líka ekki alveg viss með nafnið á gæjanum.

14.Victor Vaughn: A Dead Mouse.
Snilldar taktur og Victor Vaughn er alltaf góður. En stundum verð ég eikkvað svo þreyttur á þessu lagi. Þegar marr hlustar á þetta í ferðageislaspilara þá er alveg eins og einhver sé að tala við mann því það er svo margir effectar. Kannski er það bara ég.

15.Dóri DNA & Bent: Fárviðri.
Kreisí fokkin shit. Eitt besta lag disksins ef ekki besta. Fullkominn taktur frá Blazematic. Og flott hvernig viðlagið er skratsað. DNA er með geðveikt vers og Bent líka með geggjað vers…dem hvað þetta er tær snilld.

16.Promoe: These Walls Don´t Lie.
Mjöög góður taktur með smá Kanye West flava. Gott sungið viðlag. Promoe er alltaf góður og þetta lag er svona story-mode eiginlega um graffiti. Ég er virkilega að fíla þetta shnitzit.

17.Kjarri Kájoð & Eini: Ég get bara ekki skilið…
Eitt besta lag disksins. Flottur Bob Marley taktur frá Blazematic. Eini er friggin snillingur og ég hvet hann að halda áfram að syngja svona kreisíness. En stundum fer hann of djúpt að mínu mati þegar hann segir “ég vil bara lifa frjáls”.Maður verður bara örvhentur við að heyra þetta lag(get it?).

18. Cunninlynguists: Appreciation Remix.
Þetta er besta erl. Lag disksins án vafa!! Marr hlustar alltaf á þetta með lokuð augun og nýtur lífsins til fulls. Ég ætla redda mér einhverji konu sem fellst á að þetta verði brúðkaupslagið okkar. Mmm…þetta er svo gott lag að ég fæ gæsahúð. Tékkið á þessu!! Mjög rómantískt lag.

19.Buck 65: Winter´s Going.
Vá þetta er klikkað lag. Annað rómantískt lag sem marr hlustar líka á með lokuð augun. Þetta er second choice brúðkaupslagið mitt nó dát. Æðislegur gítarbeat. Stundum finnst mér eins og trommurnar mættu vera meiri eins og þegar konan segir: “Winter´s Going History” og Paranoya byrjar að skratsa þá koma miklu hærri trommur. Skrifið þetta hjá ykkur. Buck 65- Winter´s Going.

20.Oddjobs: The Mighty Fine.
Ekki mjög gott. Ágætt lag. Samt góður taktur sem minnir dáldið á Recognize með Primo og The LOX. Ágætt lag…meðalmennska hér á ferðinni.

21.Offohyte: Suns On The Prowl.
Ekki alveg viss með nafnið á manninum og laginu. En mér finnst þetta lag ekkert líkt hinu laginu með Offohyte. Dáldið töff taktur og töff rapp. En aðeins of mikið svona Hi-hat í taktinum. Fínt lag.

22.XXX Rottweiler ásamt KJ: Peningar.
Gott lag. Gott vers hjá Erpi, Bent og KJ. Þegar ég heyrði þetta fyrst þá var það þegar ég sá myndbandið á PoppTíví þá setti ég græjurnar á og blastaði þetta þá fannst mér þetta vera kreisí taktur. Mér finnst þetta ennþá kreisí taktur.
Stundum er viðlagið aðeins of oft að mínu mati. Samt flott hvernig þeir skratsa “Anté Up”og láta það líta út eins og “Peningar”. Töff.

23.Josh Martinez: Bermuda Shorts.
Þótt flytjandinn heiti Josh þá held ég að þetta stelpa. Þetta er kona(held ég) sem er orðin þreytt á lífinu og hætti aldrei í vinnunni og var aldrei rekin en er offically sest í helgan stein. Ekkert mjög gott lag en ég er að fíla það svona smá.

24. NBC: Ennþá.
Shizzy…gaman að enda plötuna á þessu lagi. Glæsilegur taktur sem mig langar að vita hver er ábyrgur fyrir. Stjáni Misskillin kom sér svo sannarlega á kortið hjá mér. Skemmtilegt viðlag og DNA með mjög gott vers sem mér fannst samt svo stutt þótt það var jafnlangt og Stjána stuð.Ég elska þessa: “ Það verður allt hljótt þegar ég mæk-tæki nota/ Þeir halda að DNA sé eikkvað hlæ hlæ í poka” Flottir effectar í taktinum eins og þegar Dóri segir”Æla í klósettið” þá kemur svona hljóð eins og hann sé að æla í klósettið. Ef einhver er að gera takt fyrir Ablaze þá væri geðveikt töff að cut-a þegar stjáni segir: “Heiti að bleis-a” og stoppa eftir essið, “Heiti Ablaze”. Kreisí ass lag.

Topp 5 erl.
1. Cunninlynguists: Appreciation Remix.
2. Jakki da Motamouth: Stage Fright.
3. Buck 65: Winter´s Going.
4. Promoe: These Walls Don´t Lie.
5. Mr.Complex: Scrape Your Back Out.

Topp 5 ísl.
1. Dóri DNA & Bent: Fárviðri
2. NBC: Ennþá.
3. Kjarri Kájoð & Eini: Ég get bara ekki skilið…
4. Elvar: Skítsama.
5. XXX Rottweiler ásamt KJ: Peningar

Ég mæli bara með því að þú hlaupir út í Brim, grípir þennan gullgrip, hleypur heim, setur hann í spilarann og takir hann ekki út fyrr en geislaspilarar verða úreltir. Ekki Bootlegga!