Þá er komið að þeirri miklu spurningu hvort það sé flottara að rappa á íslensku eða ensku. Auðvitað er milu meira rappað á ensku í heiminum heldur en íslenku, en það þíðir ekki að það sé eitthvað flottara. Sjálfur finnst mér alltaf vera einstaklega gaman að heyra íslenkar rímur ( skil það mun betur), þó að það séu ekki allir mér sammála. Enskt rapp er bara allt of gróið í samfélagið. Það varð smá bylting að mér finnst þegar Rottwaeiler unnu Músiktilreaunir, og margir tóku að rappa á íslenku. Þá geta ég rökstutt það með síðustu Rímnaflæðikeppni sem var haldin í Miðbergi. Þar röppuðu nær allir á íslenku, en árið á undan nær allir á ensku.
Sjálfur finnst ég mér vera liprari í textagerð á íslensku en ensku, miklu meira vald á íslenskunni.
Þó er ég ekki að segja að enskan sé ekki góð til að rappa á, það er bara gaman að heyra eitthvað nýtt. Til að mynda rappa margir íslendingar bæði á ensku og íslensku td Jón Magnús, trenikin, supah sindikal og dialetics.
Er einhver hér á mínu máli??