Kvöldið var dálítið lengi að byrja, en það er svona það eina sem hægt var að setja út á kvöldið, fyrir utan kannski hljóðgæðin á Sage. Allt fór frábærlega fram.
Eftir frábæra upphitun frá Deejayum hússins, stigu Opee og Tiny á stokk. Báðir rappa á ensku, og var allt mjög flott. Reyndar var Opee svo óheppinn að geislaspilarinn sem takturinn hans var í fór í fokk og hann týndi taktinum í smá tíma en gerði gott úr öllu. Tiny kom svo með fínt lag og var gaman af þeim báðum.
Svo kom ákaflega skemmtilegur partur. SOS fóru að svara gagnrýnisröddum. Stjáni battlaði við Jón M og var Stjáni gjörsamlega on point og sigraði næsta örugglega með þvílíkum Punchlines. Jón M náði nú samt að svara ágætlega fyrir sig á parti en Stjáni var réttilega dæmdur sigurvegari. Svo tókust þeir Izle og Seppi á. Það hefur verið eitthvað bögg á milli þeirra og ákváðu þeir að útkljá þetta. Til að gera langa sögu stutta sigraði Seppi, en margir veltu því fyrir sér hvort þetta hefði verið Frjálst-Flæði..en ekki ætla ég að dæma um það.
Eftir það stigu Double Oddz crew á stokk. Fáir voru inní húsinu þá, allir fóru út að reykja, nema einhverjir örfáir. En þeir sem sáu Double Oddz gátu verið ánægðir. Þeir eru með skemmtilegt flæði og eru bara mjög nett crew.
Forgotten Lores stigu svo á stokk, þeir eru sjálfsagt ein besta hip-hop hljómsveit okkar íslendinga. Class B er rosalegur, Diddi er mjög góður líka og þriðji hlekkurinn af mc-unum var nú ekkert að láta ljós sitt skína of mikið..Þeir röppuðu öll sín lög á ensku, og saknaði maður þess að þeir tóku ekki Sannleikann, sem er að mínu mati þeirra besta lag.
Svo á eftir þeim steig sjálfur snillingurinn upp. Sage Francis að sjálfsögðu. Textarnir hans voru alveg ótrúlegir, eins og endrumnær. Shalem B byrjaði reyndar á því að taka feitustu plöturispur kvöldsins, þrátt fyrir að Magic, B-ruff, Intro og Nino hafi allir verið frábæriri, þá var Shalem B alveg OFFFFSSSAAALEGGUR..Svo fór Sage á plötuspilarann, það var frábær sjón. Hlóðgæðin voru slappari en teygja, og voru menn farnir að fá í eyrun af öllu Feedbackinu sem kom ávalt. En þegar upp var staðið þá var kvöldið algjört yndi, allt fór frábærlega fram, Robbi Chronic stóð fyrir sínu í kynninguni, Allir Dj arnir voru frábærir, allir emmceear góðir og þetta kvöld gefur bara góða mynd af komandi hip-hop kvöldum, því Casual t, Freestyle og LoopTroop eru allir væntanlegir, að ógleymdum Shabbazz.

Hip-Hop að eilífu,
Kamalflos