Ég hef ætið hlustað á HipHop, svona með öðru eyranu, allt frá því ég var ungur að árum. Það hefur í raun fylgt mér, sem og önnur tónlistarstefnur s.s. funk. En nýlega, reyndar einhvern tíma um síðasta sumar þá fékk ég að hlusta að drum and bass. Ég hef nú mikið hlust á allskonar expermental og tæknó, þó aðallega Wiseguys, sem eru snillingar á öllum sviðum. En þegar ég fór að hlusta almennilega á drum and bass, var ég snertur, og hef því aðallega hlustað á það síðan.
En ég hef tekið eftir því að það sé eins og drum and bass og almennilegt hip hop með góðum instrumentullum haldist í raun í hendur. Flestir drum ans bassarar sem ég þekki, fíla alveg rapp, þó aðallega ef það inniheldur góða takta. Og margir hiphoppar eru allveg að fíla drum and bass, ef þeir gefa því tækifæri.
Ég hef heyrt ýmiss lög sem inniheldur blöndu þessara stefna, en þau eru fæst að virka. Þó eru það nokkur sem hefur eitthvað grípandi athæfi, svo sem Roni Size.
En hvað er um ykkur hiphopparan, hvernig finnst ykkur svo þéttir bassar og harðir taktar, DRUM & BASS.