Ef maður ætti að velja einn rappara sem væri bestur, fyrr og síðar yrði maður að skoða málið mjög vel. Það er auðvitað hægt að velja þann besta eftir því hvernig hip-hoppið er í dag. Þá myndi maður sjálfsagt velja Talib Kweli. Hann er snillingur með pennan og rímur hans flæða með svo miklu sjálfstrausti að það verður vart mælt með orðum. Auðvitað hefur hann fengið frábæra pródúseringu frá Hi-Tek og Solquariums.
Svo ef maður lítur á hvernig Hip-Hop hefur þróast og hvernig menn hafa tileinkað sér breytingar þá yrði KRS-One sjálfsagt fyrir valinu, þó svo að Freddie Foxxx hafi breyst mikið, einnig Kool G rap. KRS-One hefur haft ótrúleg áhrif á hip-hoppið, og aldrei orðið Sellout. Hann hefur breytt stílnum sínum, þ.e.a.s. hann hefur þróað hann eins og hip-hop hefur þróast.
Ef maður ætti svo að velja þann sem hefur breytt Hip-Hop hvað mest út, þá yrði maður sjálfsagt að velja Tupac, þó svo að Snoop hafi breytt boðskapinn út, en kannski ekki alveg á sama hátt og Tupac. Tupac var rosalegur á sínum tíma - hann var auðvitað umdeildur en hann var svo sannarlega frægur. Hann lifði fyrir listina, þrátt fyrir alla þessa frægð.
Svo eru Public Enemy, Run DMC, LLcoolJ, Big Daddy Kane og allir þessir gömlu ómetanlegir, tala nú ekki um þessa á Vesturströndinni, þá Ice T og - Cube, Dr. Dre og alla þessa.

En hér er minn listi yfir bestu rappara dagsins í dag:

Talib Kweli
Common
Promoe úr LoopTroop
Bill Danze úr M.O.P.
Mos Def
Kool Keith
og svo mætti lengi telja..