19 Apríl n.k þá mun Gaukur á Stöng hefja mánaðarleg Hip Hop kvöld(3 fimmtud í hverjum mánuði) sem mun standa fram á sumar. Á þessu fyrsta kvöldi þá mun Freestyle úr hljómsveitinn Arsonists troða upp ásamt Shabazz the Disciple og Dj Daddy Dog úr 5th platoon. Þetta fyrsta kvöld er gert í samvinnu við Hip Hop þáttinn Chronic á Rás 2.
Freestyle er einn af heitustu röppurunum í dag og hefur ferðast um allan heim til að skemmta óðum Hip Hop hausum. Shabazz er góðvinur okkar Íslendinga þar sem hann kom ásamt Gravediggaz hér fyrir nokkrum árum síðan. Dj Daddy Dog er hins vegar einn af meðlimu DJ-Crewsins 5th platoon og er alger töframaður á spilurunum.
Ekki er komið á hreint hverjir hita upp fyrir kappana en það verður auglýst nánar síðar. Þessi kvöld verða eins og áður sagði 3ja fimmtudaginn í hverjum mánuði og er 18 ára aldurstakmark inná þessi kvöld.
Hip Hop að eilífu!!

rawquZ