Dj Clue hefur verið einn helsti framleiðandi mixtape-a í NYC undanfarin tíu ár. Hann hefur framleitt yfir 200 tape á þessum tíu arum og síðasta afurð hans The Professional seldist í milljónum eintaka. Það sem einkennir þessi “mixtape” eru freestyle-in og hæfni dj-ins til að tjá sig þá annaðhvort með orðum eða rispum. Og vilja þessi tape oft hljóma eins og útvarpsþáttur, enda eru flestir þessir dj-ar einnig “Radio Hosts”.
Dj Clue er hér komin með sjálfstætt framhald eða The Professional Part II. og eins og á fyrri tape-um hans þá fær hann til sín heitustu rapparana í mainstream geiranum til að aðstoða sig á þessari plötu og þar inná milli öskrar hann í gegnum delay tækið sitt sem hann gerir jafnan. Það er bara því miður ekki nóg, því til að gera gott mixtape þá þarftu að koma á óvart, annaðhvort með einhverjum dúndurslagara eða þvílíkri hæfni á spilurunum, að annaðeins hefur aldrei heyrst(eða allt að því). Þetta er það sem vantar hjá Clue, diskurinn rennur allur flatur í gegn og þú ert endalaust að bíða eftir fjörinu. Hver er svo niðurstaðan? Þessi diskur er ekki alslæmur en maður hefur heyrt þá betri.

Friður!

rawquZ