Íslenska Hip Hop menningin er ekkert ýkja stór og í jafn lítilli menningu er ekki eins mikill breidd og í þeim stærri og því verður oft til einhver ráðandi stíll sem flestir taka upp og mörgum finnst einfaldlega þeir vera “normið”, finnst að þessi stíll sé einfaldlega tærasta myndin af menningunni og allt annað sé eitthvað sem þurfi að laga og breyta svo það verði eins og Hip Hop “á að vera”. Þið sjáið þetta bara með að skoða rímur korkinn hérna fyrir neðann. Hversu oft sér maður athugasemdir eins og; “Þú notar bara svona rím, notaðu hinsegin rím”. Nú virðist nýjasta æðið hjá ákveðnum hóp að hlusta á sem mest “underground” hip hop og vera sem mest “real”. Maður sér fólk allstaðar á netinu vera með skítkast um leið og einhver rappari ratar í spilun á popptíví. Oftast er þetta fólk sem hlustar bara á einvherjar ákveðnar hljómsveitir útaf því að þau telja að þaus séu svo “arty”,“real” og “underground” ef þau gera það. Ég hef verið að pæla aðeins í þessu síðustu daga þar sem fólk blótar mainstream röppurum í sand og ösku fyrir þær sakir að fá mikla spilun og breiðan hlustendahóp.

Menn vilja meina að hinir og þessir séu ekki Hip Hop því þeir eru spilaðir á mtv o.s.f.v. Fólk vill meina rapparar eins og 50 cent séu ekki tónlistamenn vegna þess hve “sell out” þeir eru og guð má vita hvað. En kíkjum aðeins á þetta…

MC Rick(eitthvað bull nafn) er 25 ára rappari og taktasmiður, hann á engan pening, leigir litla íbúð og vinnur 10 tíma á dag og er í láglaunastarfi. Hann á ekki pening fyrir studio tímum en reynir að nota helgar og einstaka kvöld til að gera tónlist með félögum sínum.

Mc PikNik er 27 ára rappari og taktasmiður, hefur selt nokkrar milljónir eintaka og tónlist er það sem hann vinnur við

Munurinn er sá að að piknik er meira mainstream, fær spilun á mtv o.f.l. Rick gerir frekar underground hip hop og hefur lítin tíma til þess. Um leið og Piknik getur lifað á þessum plötum sínum hefur hann næstum allan tíma sinn til að gera tónlist sem hann vill gera. Rick er í sínu láglaunastarfi og hefur næstum engantíma til að sinna tónlistinni svo ég spyr hvor er meiri tónlistarmaður.

A.T.H. PikNik þarf ekki að vera multimillioner, sell out poppari. Bara nokkuð mainstream hip hoppari. ég er ekki að taka dæmi um gaur sem lifir í gullhúsi og shit, bara getur lifað ágætlega á tónlistinni.

Auðvitað er hér um 2 ólíka lífstíli að ræða. Kannski vill Rick lifa svona lífi en hugsið aðeins, hvor er meiri tónlistarmaður? gæinn sem er ógeðslega underground eða gaurinn sem þið kallið ekki tónlistarmann enn lifir á því að gera tónlist?

Bara pæling hjá mér og þið sem hafið haldið því á lofti að menn eins og 50 cent séu ekki tónlistarmaður hugsið aðeins útí þetta. Auðvitað má fólk hafa sínar skoðannir og ég skil alveg fólk sem segir nei takk við allri efnishyggjunni og ruslinu sem er í gangi, aðeins pæling. Ég vill bara benda fólki á ða hætta ða flokka tónlist sovna niðrí parta og bara fíla sem mest af tónlist, pæla aðeins í henni.

P.S. vona að fólk missi ekki legvatnið yfir þessu og byrji með eitthvað skítkast og leiðindi yfir þessu. Málefnaleg umræða takk.