Útaf greininni um listann hjá Allmusic fór ég í smá Topp 5 stuð og langar að deila með ykkur nokkrum af mínum Topp 5 listum.

Topp 5 Plötur.(var reyndar búinn að setja þennan lista í svarinu mínu við hinni greininni. sakar ekki að hafa hann aftur)
1. Doggystyle - Snoop Dogg(ekki hægt að deila um þessa plötu. Punktur.)
2. The Ownerz - Gangstarr.(hef heyrt marga segja að þessi plata sé léleg, er alls ekki sammála því kjaftæði, frábær plata)
3. Marshall Mathers LP - Eminem(held ekkert rosalega upp á kauða, en þessi plata var bara OF vinsæl. Fínasta plata líka)
4-5. Skull & Bones - Cypress Hill(breytti að mínu mati rappheiminum, rokkið kom virkilega sterkt inn á þessa plötu)
4-5. ATLiens - Outkast(brilliant skífa)

Topp 5 yfir bestu rappara(þessi listi var líka svar í hinni greininni)
1. Hinn sænski Petter!(æði og gæði)
2-3. 2pac(útskýringa ei þörf)
2-3. Notorious B.I.G(líttu upp)
4. Snoop Dogg
5. Ol´Dirty Bastard(Wu tang Clan aint nothing to fuck with!)

Topp 5 rapphljómsveitir:
1. Gangstarr(yndislegir náungar!)
2. Wu tang clan(ástæðan fyrir því að ég hlusta á rapp í dag, reyndar farnir að slappast, greyin)
3. Rass Kass(Sniiiiiiiilld!)
4. LoopTroop(þessir náungar owna)
5. Outkast(Eru snillingar, hef ekki enn heyrt lélegt lag með þeim)

Topp 5 íslenskar plötur(vinsældir og gæði):
1. XXX Rottweiler - XXX Rottweiler(enn sem komið er besta og vinsælasta platan í íslensku rappi)
2. Dæmisögur - Afkvæmi Guðanna(mjöööööög góð plata sem svíkur mann aldrei)
3. Týndi Hlekkurinn - Forgotten Lores(rímur, rímur og aftur rímur. Allar rímur þessarar plötu eru snilld)
4. Móri - Móri(Besta íslenska gangsta rappið)
5. Quarashi - Quarashi(gleymi því aldrei þegar ég hlustaði á þessa plötu í fyrsta skiptið, var eins og ég væri að sjá ljósið)

Topp 5 íslenskir rapparar:
1. Class B(það kemst enginn með tærnar þar sem þessi gaur er með hælana)
2. Dóri DNA(næsti Petter vonandi)
3. Móri(atvinnukrimmi. Segi ekki meir)
4. Blazroca(ekki hægt að gera þennan lista án þess að hafa hann á honum)
5. Seppi(frábær rappari, Rottweiler væru 10x betri ef að hann væri þar enn, BetaRokk lagið dró hann nú samt niður að mínu mati)

Og svona til gamans Botn 5 rapplög, íslensk og útlensk:
1-2. Vocabulary Dictionary - vivid brain(hvað var maðurinn eiginlega að hugsa, ágætt flæði en alveg glatað lag)
1-2. Vaknað í Brussel - BetaRokk(haltu þig við bloggið félagi)
3. Spit Shine - Xzibit(þetta er trylltur rappari sem á ekki að senda svona sora frá sér)
4. I wanna be a Hulkomaniac - Hulk Hogan(hahahahahahaha, wrestling náunginn Hulk Hogan með öööööööööööööömurlegt lag. Hvet alla til að tékka á því, kemst alltaf í gott skap útaf hlátri yfir þessu rugli)
5. Þótt afi minn sé ekki Laxness - Igore(er hægt að flokka Igore sem rapphljómsveit? Dissið út í Dóra í þessu lagi er bara rugl og vitleysa)