Að mínu mati er þessi listi svona:

1. André Benjamin og Antwan André Patton sem skipa hljómsveitin OutKast eru að mínu mati hið fullkomna hip-hop tvíeyki. Ferill þeirra spannar 11 ár en á þeim tíma hafa þeir gefið frá sér 5 frábærar breiðskífur sem er hver annarri betri. Textasmíðin er frábær í nánast hverju lagi og eru þeir Dré og Big Boi búnir að þroskast mikið tónlistarlega séð frá útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, Southernplayalisticadillacmuzik, til þeirrar nýjustu, Speakerboxxx/The Love Below. Þeir eru ekki hin hefðbundna hip-hop hljómsveit því að hljómurinn er svo ótrúlega víður og fjölbreyttur en það gerir ekki til því að frumleikinn er alltaf til staðar.

2. Jonathan Davis og Malik Taylor úr A Tribe Called Quest betur þekktir sem Q-Tip og Phife Dawg. Ég efast ekki um að neinn mótmæli því að þessir tveir snillingar eiga svo sannarlega heima á þessum lista. Þeir skipuðu hljómsveitina A Tribe Called Quest ásamt DJ Ali Shaheed Muhammad sem sendi frá sér 5 breiðskífur á árunum 1990-98 ásamt tveimur safndiskum sem komu út árin 1999 og 2003. A Tribe Called Quest er ein af þeim ef ekki sú hljómsveit sem gerði hip-hop af því það sem er í dag enda algjört snilldarband. Q-Tip og Phife ná alveg ótrúlega vel saman og er algjör unaður að hlusta á þá á plötum eins og The Low End Theory og Midnight Marauders. Því miður hætti hljómsveitin árið 1998 en heyrst hefur að þeir ætli að koma saman bráðlega og senda frá sér nýja plötu þó að það sé ekki algjörlega vitað með vissu en ég er viss um að hip-hop heimurinn býður spenntur eftir því hver ákvörðun þeirra er.

3. Carlton Ridenhour og William Drayton úr Public Enemy betur þekktir sem Chuck D. og Flavor Flav. Chuck D. var aðal rapparinn hjá Public Enemy en Flavor Flav var svona “sidekick” hjá Chuck D. og gerir það alveg frábærlega og mótaði ímynd MC “sidekicksins”. Public Enemy gerðu allt vitlaust í tónlistaheiminum með beittum pólitískum textum sínum á fyrstu fjórum breiðskífum sínum sem hafa fest hana í sessi sem eina bestu hljómsveitum allra tíma. Sumir myndu eflaust segja að Chuck D. og Flavor Flav væru hið fullkomna MC tvíeyki en mér finnst Dré og Big Boi annarsvegar og Q-Tip og Phife hinsvegar einfaldlega skemmtilegri en Chuck D. og Flavor Flav en það verður einfaldlega að láta þá inn á svona lista.

4. Dante Smith og Talib Greene betur þekktir sem Mos Def og Talib Kweli sendu frá sér breiðskífuna Black Star árið 1998 sem var alveg ótrúleg og þegar ég hlustaði fyrst á hana fyrir stuttu varð ég dolfallinn yfir textunum, flæðinu og hve vel þeir ná vel saman. Því miður gerðu þeir bara þessa eina breiðskífu saman en Mos Def fór að einbeita sér að leiklist og Talib Kweli hélt áfram samstarfi sínu með Hi-Tek og sendi frá sér breiðskífuna Reflection Eternal árið 2000.

5. Tariq Trotter og Malik Abdul Basit-Smart betur þekktir sem Black Thought og Malik B. úr The Roots. Ég er viss um að ég á eftir að fá mikið skítkast eftir að hafa látið þá tvo í fimmta sætið á þessum lista en þetta er bara mitt mat og eftir að hafa hlusta á Illadelph Halflife í tætlur seinasta hálfa árið þá get ég ekki annað en komið þeim inn á þennan lista. Textar þeirra eru flóknir og erfitt fyrir marga að hlusta á þá en svo var líka fyrir mig en eftir að hafa hlustað á lögin margoft og verið með textana fyrir mig þá efast ég ekki um hæfileika þeirra tveggja. The Roots hafa gefið út fimm breiðskífur á um 15 ára tímabili en þeir eru hvað þekktastir fyrir það hve ótrúlega duglegir þeir eru að halda tónleika um allan heim og hafa þeir spilað á allt upp í 300 tónleikum á einu ári.

Vonandi eru sem flestir sammála þessu áliti mínu og hafi haft gaman af lestrinum.
He may be a son of a bitch, but he is our son of a bitch.