Cypress Hill 1.Hluti Ég ætla að skrifa um Cypress Hill sem mér persónulega finnst besta rapp (hip hop)hljómsveit sem til hefur verið.
Égg birti þetta í 2 hlutum, og ég ætla að byðja fólk ekkert um að vera svara ef það ætlar að vera með skítakast. Ef það eru einhverjar villur þá endilega leiðréttið mig og þá er ég ekki að tala um stafsetningar villur.

Cypress Hill var stofnuð 1986 í L.A.(Los Angeles) af kúbönsku bræðrunum Sen Dog(Senen Reyes)og Mellow Man Ace(ég veit ekki alvöru nafnið)að vísu hún hét fyrst DVX held ég. Þeir fengu með sér aðra félaga í L.A., einn af þessum félögum var DJ Muggs(Lawrence Muggerud) og B-Real(Louis Freese). Síðan byrjuðu þeir að láta verkin tala, þeir spiluðu blöndu af Latino(Rómanskt)-hip hop og gerði það þá mjög vinsæla á götunum. Árið 1988 hætti Mellow Man Ace í hljómsveitinni og fengu þeir sér nýtt nafn Cypress Hill eftir götu sem þeir spiluðu mikið við. Þeir héldu samt áfram að spila, tók þeir ýmis gig út um alla L.A.
Enn það var ekki fyrr enn þeir skráðu sig í Ruffhouse/Columbia árið 1991 að þeir urðu eitthvað þekktir.

Þeir voru öruglega fyrsta Latino-hip hop hljómsveitin(allavega sem “makaði” það). Þeir urðu virkilega eftirtektarverðir eftir að þeir byrjuðu að nota “Tha Marijuana Leaf”sem logoið sitt, sem að var ekki það gott fyrir orðsporið. Þeir þurftu að ganga í gegnum mikið af lögsóknum vegna logosins sem þeir notuðuí Tónlistar ferðum sínum. Enn þeir komust í gegnum allt heilir að húfi(mostly).
Árið 1992 komu fyrstu “hit” lögin þeirra það voru: “How could I just kill a man” og “The punchy feel one”. Það sem dró að sér fleiri aðdáendur var auglýsing Marijuana allstaðar sem þeir fóru, auðvitað voru margir ekki ánægðir með þetta. 1993 kom annað gott ár, þá gáfu þeir út “Black Sunday” diskinn og fékk hann verðskuldaðar vinsældir á honum var eitt vinsælasta lag sem þeir hafa gefið út “Insane in the Brain”.
Jæja until next time þá verður þetta að duga…

Kveðja
*boggi35*