Ekki gleyma Gangstarr Þeir félagar Guru og Dj Premier mynda Gangstarr. Þeir hafa verið í bransanum í rúmlega 10 ár, og ég vill meina að þeir séu enn með þeim bestu. Maður heyrir ekki mikið frá þeim félögum, en ég skellti mér á nýja diskinn þeirra (The Ownerz) um daginn, og eins mikla snilld hef ég ekki heyrt lengi. Þessi diskur er stútfullur af klassalögum, og Dj Premier semur hvert snilldar “beatið” á fætur öðru. Ég kynnti mér sögu þeirra, og þar kemur fram að þeir neita að breyta stílnum sínum eftir því sem er vinsælt, heldur semja þeir hip-hop eins og “það á að vera”. Eldri diskar með þeim, eins og “step in the arena” og “hard to earn” eru líka meistaraverk, og ég verð að segja að gæðin séu mun betri en hjá mörgum af stóru nöfnunum í dag. Lög eins og “you know my steez”, “the rep grows bigger” og “Rite where u stand” og fjöldamörg önnur eru bara hreint yndi að hlusta á, og í þessum lögum verð ég að segja að “beatin” sem Dj Premier býr til, eru jafn góð (ef ekki betri) en “beatin” sem Dr. Dre býr til.
Ég þakka fyrir mig, og bara endilega hlustið á Gangsta