Heimildarmynd XXXR XXX Rottweiler

Fátt í seinni tíma tónlistarsögu hefur vakið jafn mikla athygli, vinsældir og
haft önnur eins áhrif eins og xxxRottweiler… og það þrátt fyrir almenn bönn á bæði útvarpsspilun
og myndbönd. Jafnvel fólk sem hlustar ekki á hiphopp að staðaldri falla
fyrir orku og krafti xxxR. Heimur Rottweiler spannar margt af hinu forboðna en
undirtónninn er oftar en ekki í léttari kantinum og ætti því ekki að móðga neinn.

Rottweiler hundar urðu til kringum hinar árlegu
Músíktilraunir Tónabæjar árið 2000 og voru fyrsta hljómsveitin til
að vinna tilraunirnar án þess að leika rokktónlist. Þeir áttu fyrstu íslensku
hiphopplötuna í þrjú ár og þá fyrstu eingöngu á íslensku. Þeir seldu platínu- og gullplötur, spiluðu úti
um gjörsamlega allt, frá Hofsósi til Berlínar, hrifsuðu til sín öll hugsanleg verðlaun á
íslensku tónlistarverðlaununum, Hlustendaverðlaunum FM, Tónlistarverðlaunum fólksins, verðlaunaafhendingu
Radíó X og svona mætti endalaust telja. Tökulið hefur fylgt sveitinni eftir frá fyrsta degi og
þetta er afraksturinn af 3 ára
sögu Rokkstjarna Íslands.

Glæný heimildamynd
7 myndbönd, þar af 2 bönnuð í sjónvarpi sem hafa sama sem ekkert sést opinberlega
aukaefni með frjálsu flæði ýmissa rappara, árekstrar Rottweiler og Árna Johnsen í Eyjum 2002 o.fl.

Úrvalsdeild úthverfanna af eðalbornu hvítu rusli færa þér harðasta, glettnasta,
vafasamasta og mest hamrandi hiphoppið í máli og mynd.

DVD diskurinn kemur út 15 nóvember í verslunum BT

hægt er að sjá coverið ofl á www.sultuhundur.blogspot.com
Kyntröll