Immortal Technique-The Revolutionary vol.2 Plötugagnrýni.. Immortal Technique-Revolutionary vol.2
Immortal Technique er rappari frá Perú, Suður-Ameríku, hann flúði þaðan þegar það braust út borgarastríð og settist að í Harlem, NY.
Hann byrjaði að rappa 9 ára gamall. Var mikið að taka þátt í battlkeppnum en fór seinna að fókusera meira á að koma fram og gera lög. Hann hefur gefið út (mér vitandi) 2 plötur: The Revolutionary vol.1 og svo þessa hérna sem ég er að fara að gagnrýna Revolutionary vol.2. Hann er með mjög góða texta, er skýrmæltur með flotta rödd og flowar vel. Tek þetta bara lag fyrir lag…

1.Intro
Ekki mikið um þetta intro að segja..Bara gaur að segja hvað þú ert að hlusta á :)

2.The Point of no Return
Mjög hart beat. Hann er í þessu lagi að segjast vera sekur um landráð og segist vita of mikið,ríkisstjórnin er að reyna að drepa hann og ýmislegt fleira…flott saga

3.Peruvian Cocaine feat. Poison Pen, Tonedeff, Diabolic and Lou Cipher, Pumkinhead & C-Rayz-Walz
Þetta er dæmisaga um hvernig kókaín kemst til Bandaríkjana. Fínt lag.

4.Harlem Streets
Þetta er rólegt lag, mjög flott beat og textinn mjög góður. Immortal Technique rappar um vandamál sem eru í kringum hann t.d. eiturlyfjavanda, heimilislausar fjölskyldur, byssur, spilltar löggur, stress, kynþáttamisrétti. með línum eins og “Think about it, most of the army is black and latino” “Working your whole life wondering where the day went” “You better off rich and guilty than poor and innocent”

5.Obnoxious
Þetta er svolítið fyndið lag.. mjög grípandi hann er að tala um sjálfan sig og segist vera ógeðslegur en samt eiginlega á þann hátt að þetta snýst út í mont eða þannig… “Drinking Bacardi at AA meetings smoking a L” “So I'm a mercenary I don't care how I get richer, like american companies that did buisness with Hitler” “My words damage and slaughter” “But you know what the fuck I think it's just pathetic and gay when niggas speculate what the fuck Pac would say, you don't know shit about a dead man's perspective”

6.The Message and the Money
Þetta er eila interlude..Skilaboð til rappara, talar um að þetta sé markaður og hann er að dissa að margir sem eru að skipuleggja atburði og þannig séu bara í því fyrir peninga og eru að svíkja rappara um það sem þeir eiga að fá og reyna að fá rappara til að gera allt ókeypis og hirða allan peninginn sjálfir o.fl. “So wait a minute, you want me to go shopping, cook the food and put it in front of you, but you wont let me sit down and eat with you”

7.Industrial Revolution
Flott lag..hann er aðallega að tala um hip hop markaðinn, vill breytingu.“So if you're message aint shit, fuck the records you sold, ‘cause if you go platinum it’s got nothing to do with luck, it just means that a million people is stupid as fuck”

8.Crossing the Boundary
Hann er að tala um hvernig hann er og lífið sitt…fuckin hardcore gaur ;) Flott beat algjör *headnodder*

9.Sierra Maestra (interlude)
Þetta er stutt instrumental beat, fínt.

10.The 4th Branch
Fjölmiðlar sem fjórða valdið, hann er hér að gagnrýna hvernig fjölmiðlar segja ekki frá öllu sem gerist og halda sumu leyndu og jafnvel ljúga. Hann talar um hvernig fjölmiðlar fjalla um rasisma, trúmál, hryðjuverk, stríð Bandaríkjanna við Írak o.fl. Mér finnst þetta vera alveg rosalega mjög gott lag :)

11.Internally Bleeding
Þetta lag er mjög gott, fjallar um ýmislegt sem hann hefur séð og ýmislegt sem hefur komið fyrir hann eins og “some bitch killed my first born son with a coat hanger” flott beat í þessu.

12.Homeland and Hip hop feat. Mumia J (interlude)
Þetta er Mumia J að tala um misskiptingu auðs í Bandaríkjunum og fleira í þeim dúr.

13.The Cause of Death
Þetta lag er um 11.september og atburði í kringum 11.sept hann kemur með mjög kúl samsæriskenningu.. Þetta er dope dope dope must listen lag!!

14.Freedom of Speech
Þetta er rosalegt lag :) Geggjað sampl í þessu úr Gosa(Pinocchio) :) Hann er að tala um málfrelsi, diss á fjölmiðla og útgáfufyrirtæki sem reyna að stjórna því sem sagt er.

15.Leaving the Past
Í þessu lagi er hann að senda út þau skilaboð að það þurfi að yfirgefa fortíðina til þess að njóta framtíðarinnar og svo er líka gagnrýni á kerfið eins og í mörgum öðrum lögum
“And since life is a gamble like the crabstables at Vegas, I freestyle my destiny, it's not written in pages”

16.Truths Razors(interlude)
Kona sem segir að það sem skiptir raunverulega máli í lífinu er ást á milli fólks.

17.You never know feat.Jean Grae
Storytelling lag, alveg rosalega flott. Er alveg 7 mínútna langt en maður festist gjörsamlega í því. Mjög sorgleg saga samt :( Beatið passar alveg við textann í laginu. Þetta er svoo flott lag, VERÐIÐ bara að hlusta á það sko!

18.One (remix) feat.Akir
Þetta lag er mjög gott, flott beat og Akir kemur með flotta rímu. Þetta er til þeirra sem eru að berjast fyrir sínu í lífinu.

Í heildina séð finnst mér þessi diskur vera mjög góður og í einkunn fær hann allavega 9 af 10 sko! Mæli alveg hiklaust með þessari plötu og mér finnst að allir ættu að tjekka á henni! Of góð til að missa af sko..Bestu lögin eru að mínu mati: Peruvian Cocaine, Harlem Streets, Obnoxious, Industrial Revolution, The 4th Branch, Freedom of Speech, Leaving the Past, You never know feat.Jean Grae,One (remix) feat.Akir og Cause of Death

www.immortaltechnique.com