OutKast   -  Snillingar frá Atlanta Þegar maður heyrir OutKast nefnda á nafn koma orð eins og snillingar, frumkvöðlar og hetjur. Þessi orð passa öll vel við OutKast enda eru að mínu mati besta hip-hop hljómsveitin í dag.
En lítum nú aðeins á sögu hljómsveitarinnar.

Þetta byrjaði allt 1. febrúar 1975 þegar drengur að nafni Antawn Andre Patton (Big Boi) kom í heiminn í West Savannah í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir að félagi sinn myndi koma því hann Andre Lauren Benjamin (Dre) leit dagsins ljós hinn 27. maí 1975 í Georgíu. Þeir hittust samt ekki fyrr en u.þ.b. 14 árum síðar þegar þeir stunduðu nám við Tri-City High School í East Point hvefinu í Atlanta. Þeir byrjuðu fyrst sem andstæðingar en ákváðu seinna að sameina krafta sína og ég er viss um að rapp heimurinn sé glaður yfir þeirri ákvörðun.

Eftir að þeir byrjuðu að rappa saman náðu þeir athygli Organized Noize Productions og þá má segja að hjólin hafi heldur betur farið að snúast. OutKast skrifuðu undir samning hjá LaFace Records rétt áður en að Big Boi útskrifaðist úr skóla, Dre hætti í skóla í tíunda bekk, og gáfu út síðan lagið Player's Ball sem varð gífurlega vinsælt í Bandaríkjunum og var á toppi Billboard rapp listans í sex vikur árin 1993-4. Eftir að Player's Ball varð vinsælt fylgdi í kjölfarið fyrsta breiðskífa OutKast sem fékk nafnið Southernplayalistcadillacmuzik. Þessi diskur braut blað í rapp sögunni því að hann var fyrsi diskurinn frá nýliðum sem fékk platiníum sölu í Bandaríkjunum og komst inn á Billboard Top 20 listann. Diskurinn er frábær á löngum köflum en bestu lögin eru Myintrotoletuknow, Southernplayalisticadillacmuzik, Player's Ball, Crumblin’ Erb og Git Up, Git Out. Það eru nokkur lög sem fylgja fast á eftir s.s. Hootie Hoo, D.E.E.P. og Funky Ride. Hin þrjú lögin Ain’t No Thang, Call of Da Wild og Claimin’ True eru aftur á móti í lakari kantinum miðað við önnur OutKast lög. Á disknum eru þeir mikið að tala um East Point, College Park og Decatur sem eru hverfin sem þeir ólust upp í og svo líka ATL sem er bara stytting sem þeir nota fyrir Atlanta.
Þessi diskur var algjör draumabyrjun fyrir OutKast og má með sanni segja að þeir hafi sett mark sitt á rapp söguna strax í byrjun. OutKast unnu verðlaunin Besta nýja rapp hljómsveitin á Source verðlaununum árið 1995. Þegar þeir unnu þessi verðlaun voru þeir ánægðir að loksins væri einhver að veita suðrinu viðurkenningu því að lang flestir voru bara að hugsa um austrið og vestrið. Á þessum tíma voru margir sem töldu að OutKast væri svona vinsælir út af því hve Organized Noize var góðu producer. Þetta átti eftir reynast vera misskilningur sem OutKast áttu eftir að sanna.

Síðan liðu tvö ár eftir útgáfu Southernplayalisticadillacmuzik að næsta breiðskífa OutKast kom út í ágúst árið 1996. Sá diskur fékk nafnið ATLiens sem vísar til ATL eða Atlanta eins og fólk kannast betur við. Diskurinn fékk platiníum sölu í Bandaríkjunum og fór beint í annað sæti Billboard Top 200 listans og má helst þakka laginu Elevators ( Me & You) sem varð mjög vinsælt í júlý árið 1996. Mér finnst þessi diskur ekki eins góður og fyrri diskur OutKast en hann er samt ekki all slæmur. Bestu lögin eru ATLiens, Two Dope Boyz (In a Cadillac) og Elevators (Me & You). Hin lögin eru í eða undir meðallagi en samt standa lögin Decatur Psalm, Babylon, Jazzy Belle og Wheelz of Steel hæst af þeim.

Næst er röðin komin að snilldinni Aquemini sem hefur fengið hæstu einkunn hjá lang flestum tónlistargagnrýnendum. Dæmi um þetta er að diskurinn fékk 5 mic hjá The Source og varð diskurinn sá níundi í tíu ára sögu The Source til að fá 5 mic. Diskurinn varð í 35. sæti yfir 90 bestu diska tíunda áratugarins hjá Spin tímaritinu.
Aquemini kom út árið 1998 og var tímamótadiskur í rapp sögunni. Diskurinn fór beint í annað sætið á Billboard listanum í október það ár. Aquemini fékk tvöfalda platiníum sölu í Bandaríkjunum.
Eitt af því sem gerir diskinn af því sem hann er er hvað OutKast eru duglegir við að vera öðruvísi en aðrir rapparar. Þeir voru með mikið af hljóðfærum sem eru ekki notuð mikið í rapp tónlist, þeir voru líka með sinfóníu hljómsveit, afrískar trommur og margt fleira en samt voru þeir ennþá frá gettóinu, þ.e.a.s. þeir voru ekkert sell out heldur voru að gera þetta út af tónlistinni. Ef þú ert að hugsa afhverju diskurinn heitir Aquemini þá er skýringin sú að það er samtvinnað saman nöfn stjörnumerkja þeirra Dre og Big Boi (Aquarius + Gemini= Aquemini).
Bestu lögin á disknum eru Rosa Parks, Skew It on the Bar-B, Aquemini, Da Art of Storytellin' (part 1&2), Synthesizer og SpottieOttieDopaliscious. Hin lögin eru líka góð en þessi sem ég nefndi hér eru öll geðveik, með flotta takta og svo klikka rímurnar aldrei hjá Big Boi og Dre. Svo má ekki gleyma þeim Raekwon úr Wu-Tang og George Clinton en þeir eiga frábæra kafla í lögunum Skew it on the Bar-B þar sem Raekwon eru í hörku stuði og svo er George Clinton frábær í Synthesizer þar sem hann gerir lagið að því það sem það er.
OutKast fengu Grammy tilnefningu fyrir lagið Rosa Parks en hin raunverulega Rosa Parks var ekki par ánægð. Hún er svört kona sem neitaði að gefa upp sætið sitt í strætó fyrir einhvern hvítingja þegar kynþáttamismunur var mikill í Bandaríkjunum og var hún ein af aðal baráttumönnunum fyrir bættri framkomu gagnvart blökkumönnum í Bandaríkjunum. Hún fór í mál við OutKast fyrir það að þeir hafi notað nafn hennar á ólögmætan hátt. Dómurinn dæmdi málið OutKast í hag en Rosa Parks ákvað að áfrýja málinu og fékk fræga lögfræðinginn Johnnie Cochran til að fara með mál sitt. Ákæran er enn í biðstöðu.
Big Boi sagði í viðtali um þennan disk að hann væri blanda af tónlistinni frá fyrsta disknum og textunum af annarri plötunni. Þessi blanda svínvirkar og er útkoman pottþéttur diskur sem er alltaf hægt að hlusta á.

Næsta disk OutKast þekkja flestir sem hafa fylgst með tónlist seinustu árin en það er diskurinn Stankonia sem kom út árið 2000. Diskurinn seldist mjög vel út um allan heim og má þar þakka risasmellunum Ms. Jackson, B.O.B. og So Fresh, So Clean. Diskurinn heitir eftir stúdiói þeirra félaga í Atlanta. Þessi diskur er ekki eins góður og Aquemini og Southernplayalisticaddilacmuzik en hann er engu að síður góður með nokkrum mjög góðum lögum. Eitt af þeim lögum er Ms. Jackson sem allir þekkja og kunna eflaust viðlagið líka en þetta er eitt besta lag OutKast og svo má ekki gleyma B.O.B. sem stendur fyrir Bombs Over Baghdad. Það lag er mjög hratt og erfitt að fylgjast með þegar maður heyrir það fyrst. Hin lögin sem eru góð eru t.d. Red Velvet, Gasoline Dreams, Xplosion, Snappin & Trappin og Humble Mumble. Það sem er mest pirrandi við þennan disk eru öll interlude-in en það er mjög pirrandi að geta ekki hlustað á diskinn í gegn án þess að þurfa alltaf að skipta um lag. Þetta er það eina sem mér finnst pirrandi varðandi OutKast en þeir höfðu áður verið með interlude á Southernplayalisticaddilacmuzik en haft þau í lokin á lögunum á ATLiens og Aquemini.
Diskurinn vann Grammy verðlaunin fyrir að vera besti rapp diskurinn og fyrir bestu framkomu hjá hljómsveit eða dúói.

OutKast sendu seinast frá sér diskinn Big Boi and Dre Present OutKast sem kom út árið 2001 og er ekki Greatest Hits diskur eins og margir halda. Þeir gerðu þennan disk til að láta fólk vita að þeir hefðu gert þrjá diska áður en þeir gerðu Stankonia. Þeir eignuðust nefnilega fullt af nýjum aðdáendum eftir höfðu gert Stankonia. Á disknum eru uppáhaldslög þeirra Big Boi og Dre. Á disknum er t.d. Southernplayalisticaddilacmuzik, Ms. Jackson, Elevators (Me & You), Aquemini og mörg fleiri. Á disknum voru einnig þrjú ný lög: The Whole World, Funkin’ Around og Movin’ Cool (The After Party). OutKast fengu Grammy verðlaunin fyrir lagið The Whole World ásamt Killer Mike en þetta var í annað sinn sem þeir unnu fyrir bestu framkomu hjá hljómsveit eða dúói.

Næsta sem við fáum að heyra frá OutKast er tvöfaldi diskurinn Speakerboxx/The Love Below. Þetta er tvískiptur diskur þar sem þeir eru að sólóa saman þ.e.a.s. Dre á allt á disknum The Love Below en Big Boi á allt á Speakerboxx. Þeir koma samt fram hjá hvor öðrum ásamt mörgum öðrum frægum tónlistarmönnum.
Það er ekki annað en hægt að vænta mikils frá þessum diskum enda hafa OutKast aldrei gefið út lélegan disk.

Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um OutKast:
Dre: Dre á barn með söngkonunni Erykuh Badu sem heitir Seven Sirius Benjamin, hann er 180 cm á hæð og hefur verið talinn hommi sem notar dóp daginn út og daginn inn vegna orðróma sem hafa gengið um.
BigBoi: Big Boi á eina dóttur sem heitir Jordan Alexus Patton, hann er 172 cm á hæð og hann á fyrirtæki sem heitir Pitfall Kennels sem ræktar hunda í Fayetteville í Georgíu.
OutKast: OutKast er með sína eigin fatalínu þar sem eru föt sem eru með þeim ljótari sem ég hef séð en þeir félagar hafa klætt sig í fáránlegan klæðnað síðan þeir gáfu út ATLiens, Big Boi og Dre kölluðu sig fyrst 2 Shades Deep.

Að mínu mati eru bestu lög OutKast eftirfarandi: Myintrotoletuknow, Southernplayalisticaddilacmuzik, Player’s Ball, ATLiens, Elevators (Me & You), Aquemini, Rosa Parks, SpottieOttieDopaliscious, Da Art of Storytellin’ ( Part 1), Ms. Jackson, Humble Mumble og Red Velvet.

Ég ætla að ljúka þessu með tilvitnun sem Big Boi sagði við tímaritið Details,
“Our influences are so vast that if we drop something, you better believe it's going to be groundbreaking.”
He may be a son of a bitch, but he is our son of a bitch.