Mér var brugðið þegar ég las blöðin í dag. Ég var að lesa um sigurvegara á bandarísku tónlistarverðlaununum. Það stóð að Eminem hefði verið valinn besti rapparinn, átt bestu rappplötuna, verið besti ROKKarinn og átt bestu ROKKplötuna…ég spyr: var rokktónlist á The Eminem Show??? Það voru svona 1-2 “rokkuð” lög á disknum, ekkert meira. En hefði Eminem fengið verðlaunin ef hann hefði ekki verið hvítur?…það held ég ekki. Ég hef tekið eftir því að listamönnum er oft skipt í hópa eftir litarhætti þegar kemur að verðlaunaafhendingum í BNA. Fyrir fáum árum var Sisqo t.d. tilnefndur í flokki rappara. Þessi verðlaun segja heldur ekkert um það hverjir eru bestu tónlistarmennirnir heldur hverjir gera vinsælustu lögin(Nelly fékk 4 tilnefningar). Þess vegna fannst mér ágætt að Eminem lét ekki sjá sig á hátíðinni, hvort sem það var af þeirri ástæðu eða einhverri annarri.

Ég vil einnig minnast á grein sem ég las á TheSource.com sem fjallaði einnig um Eminem. Það var talað um það að Eminem virtist vera að fjarlægjast Hip-Hop, að hann væri að breytast í “strengjabrúðu” fjölmiðla og manna sem væru að ræna Hip-Hop menningunni og gera að hana að fjölmiðlafyrirbæri(kannski ekki besta orðið yfir það…). Ég mæli a.m.k. með því að fólk lesi þetta en frekari umfjöllun um þetta allt saman verður í næsta Source blaði…
“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”